Færsluflokkur: Bloggar
20.7.2007 | 23:55
Ljúft líf
Ennþá heldur áfram þetta ljúfa líf, ég held ég hafi bara aldrei upplifað jafn rólegt og yndislegt sumar.
Núna eru við að lufsast saman, ég og yngri afleggjarinn, þar sem frumburðurinn er í Vatnaskógi og ektamakinn minn tók upp á því að fara að læra á mótorhjól (gafst upp á veiði, allar ár þurrar, og grái fiðringurinn eitthvað farinn að láta á sér kræla!). Alla þessa viku hef ég haft "aðstoðarmann" með mér í vinnuna og jeremías hvað barnið getur talað???
Hann er búinn að læra að mamma kemur alltaf við í búð á leiðinni heim úr vinnunni og í gær var það Debenhams, undirrituð varð að fjárfesta í bikiní fyrir væntanlega Spánarferð. Það var alveg þónokkuð úrval og því þurfti ég að máta og skoða sem mest með tilheyrandi valkvíða. Sá stutti sagðist ætla að bíða í "púðadeildinni"
Loksins komst ég að niðurstöðu og borgaði sæl og sátt eitt bikiní og einn sumarkjól og trítlaði af stað í púðadeildina þar sem ég átti von á að guttinn sæti iðandi í skinninu að komast út úr búðinni en vitið menn, ég sá hann ekki þar!!! Ég prufaði að hringja í gemsann hans en þá nötraði veskið mitt og gaf frá sér skellihlátur og fattaði ég þá að ég var með símann hans á mér. Svo ég rölti um búðina að leita að stráksa.
Þegar ég kem aftur að púðadeildinni sé ég hvar fólk hafði þyrpst saman og er að hvísla í hálfum hljóðum. Þegar ég kem nær heyri ég gamla konu spyrja "er þetta dúkka eða er þetta barn?". Ég leit í áttina þar sem allir voru að horfa og sé ég þá út í horni, í riiiisastórri púðahrúgu þar sem sonur minn lá, með derhúfuna hálfa fyrir andlitinu, GRJÓTSOFANDI!!! Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að vera jafn óviss og hinir um hvort um dúkku væri að ræða og þykjast ekkert kannast við hann en ákvað vandærðaleg að viðurkenna skildleika minn við þessa gínu og þrammaði framfyrir fólkið og hnippti í hann. Hann sagði mér þegar ég vakti hann að 10 ára strákum þætti leiðinlegt í búðum!
Varðandi bikiníið, viljið þið minna mig á ræktina sem ég ætlaði að byrja í fyrir hálfu ári? Getur maður ekki alveg orðið hár, grannur og ljóshærður á einum mánuði?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
16.7.2007 | 09:47
Lokað vegna veðurs!
Jaaaa það mætti segja að bloggið mitt liggji niðri vegna veðurs og þar af leiðandi garðvinnu. Svona dagar eiga sérlega vel við mig, ég er búin að vera eins og moldvarpa út um allan garð, og ég er ekki ennþá viss hvort ég er svona doppótt af freknum eða fúavörn :)
Ég rak augun í stóran miða sem hékk á einu fyrirtæki hér í Reykjavík um daginn. Það var brakandi blíða úti og á miðanum stóð stórum stöfum:
"LOKAÐ VEGNA VEÐURS"
Ég hugsaði með mér að það væri langt síðan ég hef séð svona gert hérna á Íslandi og hrósaði í huganum fyrirtækinu fyrir almennilegheitin gagnvart sínu starfsfólki, ég gekk aðeins nær til að sjá smáa letrið á miðanum:
"LOKAÐ VEGNA VEÐURS....... á milli klukkan 12:40 og 13:00"
Rausnalegir !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 23:09
Andsk.....
Maður velur sér vini en ekki ættingja og einn náskyldur mér klukkaði mig!
Ég er ekki alveg að fatta þessar reglur en mér skilst að ég eigi að koma með 8 játningar og klukka svo átta grunlausa einstaklinga. Ég hlýt að fá einhverja undanþágu á því þar sem ég er ekki einu sinni með 8 manns sem bloggvini og 4/5 af þeim sem ég hef sem bloggvini er búið að klukka!!!
1. Ég er ufsilonfötluð, ýmist ofnota ég þau eða gleymi þeim. Gæti ekki munað regluna bak við þennan vitlausa staf þótt ég ætti að vinna mér það til lífs.
2. Ég var hrooooðalegur unglingur í skóla og henti m.a. bók í eyrað á enskukennaranum mínum. Sá hana á Vegamót um daginn, þekkti strax heyrnatækið :S Hún var samt heyrnalaus áður en hún fékk bókina í eyrað!!!
3. Ég hef setið fyrir berrössuð hjá ljósmyndara.......... nokkrum sinnum! EKKI "þannig" myndir samt ;)
4. Ég er brjálæðislega stríðin.
5. Ég get ekki haldið stofuplöntu lifandi, ekki smuga. Búin að gera nokkrar tilraunir. Ekki einu sinni kaktusar!
6. Sama með gúbbífiska. Ég er eftirlýstur gúbbífiskafjöldamorðingi.
7. Ég hef 3svar verið stoppuð af löggunni og náð að sleppa við sekt með ljóskutöktum.
8. Ég er búin að vera á leiðinni í ræktina í rúmlega hálft ár!
Þarna hefur þú það, og mér líður miiiikið betur að losna við þetta af bakinu :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.7.2007 | 14:18
Fíkn
Ég er við það að koma með játningu hérna! ......
Ég er súkkulaðifíkill
Og ég er á kafi í neyslu núna! Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað ég er djúpt sokkinn fyrr en áðan þegar ég sporðrenndi einni speltbrauðsneið smurðu með súkkulaði!!!! Mér velgjar við tilhugsunina!
Hafið þið prufað súkkulaðinudd? Úfffff hvað það hlýtur að vera sexý.
Hérna eru samankomnir veikileikar mínir... skór úr súkkulaði!!!
Hjáááaálp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.7.2007 | 19:20
Ég fann crocssálufélaga!
The Crocs
Manolo says, this above it is the shoe for the man. Notice how it differs from the shoe for the woman, below.
Manolo says, exactly. They are the same shoe!
The Crocs people they seem to belive that the womens and the mens they deserve the exact same shoe.
Perhaps, this it will be true in the socialist utopia of the future when the differences between the genders they have been eliminated by the selective breeding, but not yet. We, happily, still live in the world where the shoes for the man and the shoe for the woman they are different.
Yet, in the fact, the Crocs people they are not only stubborn in their misguided insistance on leveling the differences between the sexes, but they are stubborn in their unstylishness.
These they are indeed the shoes of a hypothetical distopian future, one in which the inmates they must be dressed in the footwear least likely to be useful in the popular uprising against the regime.
Yes, the defenders of the Crocs they will speak, as the defenders of the ugly often do, of the great comfort of this "shoe". Manolo asks you, why must the "comfort" always be the war cry of those who would lead us into the bad shoes?
Manolo says, comfort and style they are not incompatible, one does not obviate the other.
Finally, the defenders of the Crocs they will tell you that the Crocs they cost only $35, which seems cheap, until one realizes that they are manufactured out of the plastic rings used to hold the packs of six. Not the good value at half the price.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 10:16
Sólin í pásu
Og þá skreiðist ég aftur inn. Búin að vera að drukkna í garðvinnu og það er ekki leiðinlegt í svona blíðu :)
Ég elska þetta letilíf, litli guttinn í Vatnaskógi og kallinn að berja allar ár sem hann kemst í með veiðistöng og ég og frumburðurinn bara búin að vera að dúlla okkur.
Betri helmingurinn minn stakk upp á því fyrir nokkrum árum að við myndum gera veiðisportið að fjölskylduíþrótt og þar sem ég er opin fyrir öllu sem stuðlar að því að fjölskyldan geri eitthvað saman þá ákvað ég að prufa.
Við fórum saman fjölskyldan með veiðistangir í eitthvað vatn, ég reyndar var sú eina sem var ekki vopnuð veiðistöng því ég var þarna sem sérlegur aðsoðamaður. Kallinn minn batt fimlega flugur á sína stöng, og svo þræddi hann maðka á stöngina hjá erfingjunum. Það var þá sem ég byrjaði að snökta. Ég bara vorkenndi maðkinum svo mikið að ég varð að fara afsíðis og jafna mig og kallinn hló að mér!
Þrír menn örkuðu út í vatnið, einn stór og 2 litlir og mamman sat á bakkanum og horfði stolt á strákana sína. Allt í einu veinar frumburðurinn "HJÁLP" og ég sé hvernig stöngin bognar og pabbinn hleypur að krónprinsinum til að aðstoða hann, nema í miðjum hamaganginum hjá þeim heyrist "HJÁLP" frá hinum unganum mínum sem stóð þarna með bogna stöng og spratt ég á lappir þar sem ég átti alveg eins von á að fiskurinn myndi draga hann út í vatnið. Við náðum að landa fisknum og stóðum þarna og horfðum á hann á meðan hann spriklaði greyið, barðist upp á líf og dauða. Við litum á hvort annað og vissum ekki hvað við áttum að gera við greyið þegar pabbinn og sá eldri koma askvaðandi að. Pabbinn dregur upp eitthvað járnstykki, grípur fiskinn og lemur hann í hausinn svo hann lá á bakkanum hreyfingalaus. Einstaka kippir komu þó í hann.
Ég starði á þetta gerast og þegar fiskurinn hætti að kippast til þá leit ég tárvotum augum á strákana mína. Pabbinn stóð þarna sigri hrósandi, gersamlega að rifna úr stolti af guttunum sínum en við hin þrjú störðum á fiskinn gersamlega frosin. Loks heyrist í frumburðinum "mamma........ ég ætla með bænirnar mínar í kvöld", sá yngri var fljótur að taka undir "ég líka", ég fór að vola og tók utan um þá og við sungum snöktandi yfir fisknum "ó Jesú bróðir besti".
Fjölskyldufaðirinn hefur ekki boðið okkur með í veiði aftur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2007 | 23:14
Professional
Það er gúrkutíð hjá mér núna, gerist ekkert merkilegt nema að hellulagninggaurarnir eru að verða búnir með planið og ég tel allar hellurnar í gríð og erg. Fjandans einhverfan sem ég greindi sjálfa mig með um daginn!
Er ennþá að dásama klósettpappírinn sem ég keypti af ónefndu íþróttafélagi. Hver ein og einasta rúlla er sérpökkuð en það var einmitt sölupunkturinn hjá stráknum sem prangaði þessu inn á mig "viltu kaupa sérpakkaðann klósettpappír?"
Hvernig getur maður sagt nei við því?
Utan á hverri einustu sérpökkuðu rúllu stendur "Professional"
Loksins hef ég fundið rétta pappírinn, sjensinn að ég vilji þurrka óæðri endann með einhverju amatör drasli, nei ekki ég.... ég er sko professional skeinari!
Allt annað líf!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 17:37
Skýring á svimanum!
Ég held ég sé komin með sjúkdómsgreiningu sem meikar meiri sens en allar hinar. Ég álpaðist eins og fyrr segir upp í rúmlega 200 metra háan turn (reyndar var turninn um 300 metrar en ég komst þeing got ekki hærra) og jafnvægisskin mitt fór gersamlega út í buskan, ég þjáist af krónískri lofthræðslu og þetta fór alveg með mig.
Eða það sem fór eiginlega mest með mig var að sjá gluggaþvottamennina þarna fyrir utan, hangandi í spotta. Þeir voru þó alveg seif því að þeir voru með hjálm!!!!
Ég smellti mynd af einum, mér skilst að það sé nokkuð hröð starfsmannaveltan í þessu djobbi svona ef þið hafið áhuga........
Sjáið þið bílana þarna fyrir neðan og litlu punktarnir eru fólk, krikjan þarna niðri er á stærð við Hallgrímskirkju..... en hann er með hjálm svo honum er óhætt !
Smellið á myndina þá stækkar hún og segið mér svo hvort að ykkur hafi ekki svimað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2007 | 18:14
Allt að!
Mér er búið að svima í heila viku, byrjaði allt á því að ég klöngraðist upp í turn sem var rúmlega 200m hár og glápti niður og síðan þá er ég búin að vera hálf rugluð í hausnum.
Ég fór loks til læknis í gær sem nældi sér í smá blóð úr mér og ætlar að sjúkdómsgreina lofthræðsluna endanlega í næstu viku vonandi. En annars tók ég forskot á sjúkdómsgreininguna á meðan ég sat á biðstofunni í gær.
Á borðinu lá bæklingur um MS og þar sem takmarkað er að skemmtilegu lesefni á biðstofum hjá heimilislæknum þá var þetta það skársta sem ég gat drepið tímann með. Eftir að hafa rennt yfir einkennin í bæklingnum þá lá þetta nokkuð ljóst fyrir, ég var greinilega með MS! ÖLL einkennin pössuðu við mig!
Þetta var vissulega sjokk, ég sá fram á að þurfa að selja húsið því það er á 2 hæðum og það er vonlaust fyrir fólk í göngugrind og svona í geðshræringu minni greip ég annan bækling af borðinu..... PARKISON. Eftir lesturinn þá vandaðist málið því að öll einkennin smellpössuðu við mín einkenni og svimi var þar hátt skrifaður rétt eins og hjá MS.
Hálf ringluð lagði ég frá mér bæklinginn. Ég leit í kringum mig á biðstofunni og upp á vegg var plaggat þar sem helstu einkenni heilablóðfalls voru talin upp. Það var ekki um að villast að ég var við það að fá slæmt heilablóðfall, jafnvel var ég nokk viss að gúlpur í hausnum á mér var sprunginn ollreddí!
Þegar læknirinn loksins kallaði mig inn til sín var ég búin að lesa nokkra bæklinga og komast að því að ég var með MS, Parkison, sprunginn æðagúlp, legslímuflakk, mjólkuróþol og þvagleka! Gott ef ég var bara ekki ólétt líka með byrjunareinkenni af Alzheimer og mígreni!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.6.2007 | 23:48
Örorkubætur
Vilja að tölvuleikjafíkn verði skilgreind sem geðröskun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)