30.3.2007 | 15:34
slen
Er að skríða saman 7-9-13 en hnerra þó oftar en ég kæri mig um og er orðin skinnlaus á nefinu. Hugmyndirnar um að vera pæja um helgina verða að bíða, nefið sem ekki er lítið fyrir er stokk bólgið af snýtum!
Ég á æskuvinkonu sem er svakaleg dama og ég er búin að hugsa til hennar í þessum krankleika mínum. Hún nefnilega geymir köflóttan tóbaksklút í veskinu sínu! Hún elskar allt sem viðkemur prinsessum, blingnling og svoleiðis flottheit eru eitthvað sem hún kolfellur fyrir, kórónur og bleik tjullpils og hestar finnst henni æði og nær að lifa drauminn í gegnum dætur sínar. Yndisleg kona og þykir mér óendanlega vænt um hana. EN...... þegar við förum saman út á lífið og hún heillar karlmennina alveg hægri vinstri með fallegu stóru bláu augunum sínum þá langar mig að hverfa ofan í jörðina þegar hún dregur upp klútinn til að snýta sér! Hún hlær bara að mér þegar hún sér mig yggla mig en henni finnst þetta svoooo eðlilegt. Þessi prinsessa er nefnilega sveitavargur líka og slæst við ótamin hross.
Ég er líka dama, og er búin með 6 pakka að þar til gerðum servéttupökkum frá edet með menthol lykt! Held ég hafi klárað 2 pakka á fundi sem ég sat á um daginn og náði að gera það svo dömulega að enginn tók eftir því, eða alla vega voru þeir þá það miklir sjentilmenn að hafa ekki orð á því. En í hvert sinn sem ég tók upp nýtt bréf sem angaði af menthol þá hugsaði ég um vinkonu mína og flissaði innra með mér.
Annars er ég bara að bilast úr sleni og ég held að banamein mitt verði leti....... en það verður örugglega hægt andlát!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.