5.4.2007 | 00:18
Gulli
Ég kraflaði mig fram úr flensuskrattanum og er eins og nýsleginn blómálfur í eggi.
Ekki verra að ég fór og fjárfesti í nýju undursamlegu rúmi sem gerir það að verkum að ég vakna ekki lengur geðvond!
Ég er búin að komast að því að gullfiskar geta verið með læti! Ég er búin að standa upp frá sjónvarpinu 4 sinnum í kvöld til að athuga hvað sé að leka, fatta svo þegar ég geng á hljóðið að Gulli gullfiskur sem er í pössun hjá mér yfir páskana kann að búa til svona gutl hljóð!
Dásamlegt páskafrí framundan, ætla að eyða því í rúminu!
Athugasemdir
Gullfiskar geta einmitt verið merkilega hávær gæludýr!
Sæunn (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.