Talandi um Bingo

Ég er tölusjúk. Ef ég geng upp eða niður tröppur þá tel ég alltaf þrepin, og oftar en ekki hef ég velt fyrir mér hvort að maður telji síðasta þrepið, allt svo gólfið eða ekki. Þótt ég sé á síðustu stundu á hlaupum út þá stekk ég í nælonsokkabuxurnar.... hoppa á öðrum fæti fram um leið og ég set í mig eyrnalokka og rúlla nánast niður tröppurnar en næ að "ein...... sjitt hvað klukkan er orðin margt..... tvær, ég er orðin allt of seint....... þrjár...... ætti ég að fara í lágu stígvélunum eða háu...." o.sv.fr. Alltaf kemst ég að því að tröppurnar í stiganum heima hjá mér eru nákvæmlega jafn margar og þegar ég taldi þær fyrst, jafnvel þótt ég telji síðustu "tröppuna" (gólfið) með!

Ef ég fer í sund eða leikfimi þá vel ég alltaf sama skápinn. 101 er minn skápur, ef hann er upptekinn þá er ég með nokkra varaskápa, 111 eða 88 eða 69 eða 11. Öll þessi númer hafa þann eiginleika að ég get lesið þær eins á hvolfi. Segjum að ég myndi velja skáp 77, ef ég myndi svo kíkja á merkið í miðju skriðsundi og það væri á hvolfi þá stæði alls ekki 77 heldur LL og það yrði nóg til að ég myndi fipast í sundinu, og jafnvel drukkna! Ég myndi halda að ég hefði ruglast á lyklum og núna væri einhver annar með minn lykil! Svo til að forðast allt svona þá er best að hafa reglu á hlutunum, sérviska kallar sambýlingurinn þetta en ég kalla þetta fyrirhyggju og skynsemi.

Ég kvíði fyrir því þegar ég verð búin að helluleggja bílaplanið, er að hugsa um að velja stórar hellur svo að ég mæti ekki of seint í vinnuna á morgnanna við að telja þær, svo er erfitt að stíga ekki á strik á litlum hellum.... að stíga á strik er algert nónó!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Shit ég helt ég væri sá eini sem væri svona, tel tröpur, stikur, bíla sem ég mæti ofl svo sá ég í höfundaruppl. að þú flokkar m&m -ið ég get borðað gult með grænu og appelsínugulu. brúnt með rauðu. rautt með appelsinugulu og bláu. Svo á ég alltaf eftir tvær rauðar og tvær brúnar sem ég borða í restina. Eg helt eg væri sá eini sem væri veikur hér, en gott það eru fleirri 

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband