8.4.2007 | 03:22
Kvöldmatur og framliðnir
Æi ég heyrði svo krúttilega sögu í gær.
2 vinkonur sem búa saman á sambýli hittu frænku mína um daginn. Önnur þeirra var greinilega mjög spennt og iðaði öll í skinninu og sagði við frænku mína "þú getur aldrei giskað hvað við fáum í kvöldmatinn" og svo brosti hún út að eyrum og bætti við leyndardómsfull "það byrjar á T " og svo ískraði í henni.
"hmmmmmm té?" svaraði frænka mína, "heyrðu ég veit, Taco?"
"Neibb" sagði vinkonan og klappaði saman lófunum og skoppaði "Tjúklingur" svaraði hún og ljómaði eins og sól í heiði.
* * *
Talandi um daginn, hversu langt aftur nær "um daginn" ? Erum við að tala um 2 vikur, 2 mánuði, 2 ár? Heyrði konu tala um að Anna Nicole hefði verið í svo flottu bikiní um daginn, ég benti henni góðfúslega að það gæti ekki staðist, umrædd Anna hefði látist fyrir löngu!
Athugasemdir
Mér finnst "um daginn" vera svona ca 2-3 vikur í mesta lagi.
Og tjúklingasagan er æðislega dúlluleg, haha
Sæunn (IP-tala skráð) 9.4.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.