19.4.2007 | 00:37
Gleðilegt sumar :)
Ég er svoleiðis búin að sanna fyrir mér að maður er lásí bloggari ef maður er hamingjusamur.
Einhvernveginn er maður "dýpri" þegar maður er dapur, kannski þess vegna sem það er kallað að vera langt niðri. Ég verð allt að því heimspekileg þegar langvarandi fyrirtíðarspenna hrjáir mig. Ég blogga þá eins og ég eigi lífið að leysa og næ að koma frá mér á mjög svo skáldlegan hátt hvernig droparnir í vaskinum fram á baði sé sé eins og fallegt tónverk eftir sigurrós sem ég heyri í gegnum þykkt myrkrið.
Núna er ég bara kát og ánægð með lífið. Alveg hreint óþolandi! Ég skoppa um af kæti, það er komið vor, ég sá fullt af lóum í gær og heyrði dirrindíið í þeim, mætti margæsahóp (takið eftir, MARgæs, en ekki mörgæs) í síðustu viku og þetta ásamt því að þurfa ekki að skafa bílinn á hverjum morgni segir mér að það er að koma sumar. Sumar og ég ar læk ðiss ll. Uppáhalds uppáhalds tíminn minn. Verst að það getur reynst pínu trikkí að henda reiður á það hvenær þetta blessaða sumar er aksjúalí komið. Dagatalið segir í dag, en termóstatið í mér er ekki alveg að gúddera það. Ég til dæmis vaknaði í fyrradag við að sólin gaf mér rembingsknús. Og ég ákvað að taka fram sumarskóna, háhælaða (nema hvað?) opnu pæju bandaskóna mína. Ég var varla búin að kveikja á tölvunni í vinnunni þegar það byrjaði að snjóa! Ég ætla alla vega að hafa naglana undir bílnum aðeins lengur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.