Drekka bjór með eistum....

honeybeerSmakkaði þann albesta bjór sem ég hef á ævinni smakkað í gær...... og aftur í dag. Smellti mér á Bjórhús sem bruggar sinn mjöð sjálfur úr eðal humlum og byggi og fer svo leynilega með þetta allt saman að stranglega er bannað að taka myndir inn á veitingastaðnum ef ske kynni að glöggur bjóráhugamáður gæti aniliserað bjórinn af mynd og komist að uppskriftinni!

Hunangsbjór er sem sagt málið. Og sem betur fer keypti ég kassa af bjór í fríhöfninni og ætla að gera tilraunir til að ná þessu sérstaka góða bragði.

Það var eins og nafnið gefur til kynna hunangsbragð af drykknum, örlítið svona malt bragð, ekki frá því að það hafi örlað á pínu kandís bragði og jafnvel melónu líka. Þannig að ef þig langar að smakka þá er ég að hugsa um að setja í blandarann (þennan sem var keyptur til að útbúa hollustu smúþís úr skyr og ávöxtum...... einu sinni) einn Heiniken, 1dl maltöl, 5 skeiðar hunang, 5 mola kandís og matskeið melónu. Bara allir velkomnir :)

Þessi sem ég prufaði í gær..... og í morgun var reyndar hollur. Stútfullur af vítamínum því að hann var beint úr "beljunni" ósíaður og gruggugur, og það á víst að vera svo hollt.

Eina svona sem ég get sett út á þennan bjór er að eftir að hafa innbyrgt smotterí af honum þá getur maður villst á gólfsíðum gluggum og hurðum...... mér finnst að svona staðir ættu að teipa stórt X á rúðurnar hjá sér svo maður meiði sig ekki þegar maður ætlar að labba út. Er samt fegin að hafa farið til Íslands í dag, ég hugsa að eistarnir séu ennþá hlæjandi af konunni sem gekk á rúðuna við hliðina á stóru TRÉ útidyrahurðinni!

Ég eyddi bróðurpart þessarar viku í Eistlandi :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband