29.4.2007 | 12:54
Þar skall hurð nærri hársbreidd!
Ég var að koma frá Tallinn fyrir 3 dögum síðan og eina sem ég keypti var einhver stytta af einhverjum kalli sem var á stalli í miðborginni en átti að henda, fékk hana á spott prís. Ef ég hefði vitað að þetta væri svona viðkvæmt þá hefði ég kannski látið það vera!
Daginn sem ég fór frá Tallinn varð allt vitlaust! Löggan búin að fylla allar geymslur af trylltum mannskap og núna er búið að banna áfengi í Tallinn! Ef ég hefði komið þarna 2 dögum síðar þá hefði ég aldrei fengið að smakka hunangsbjór!!!! Spáið í hvað munaði litlu!
http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1266873
Athugasemdir
Hvað varstu að gera i Tallin?
Haukur Viðar, 29.4.2007 kl. 14:55
Nú það var annað hvort að halda veislu eða ræna kallinum og fara með hann úr landi þegar big four O brast á hann greyið!
Hann hafði reyndar ekki hugmynd um þessa fyrirætlun mína, ég sótti hann í vinnuna, skipaði honum að slökkva á tölvunni og keyrði með hann beinustu leið út á flugvöll. Núna veit ég hvernig spurningamerki í framan er ;) Hann grunaði ekki neitt, ég var búin að fá frí fyrir hann í vinnunni og alles!
Hann var sem sagt "að heiman" á afmælisdaginn sinn.
Drilla, 29.4.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.