29.4.2007 | 19:39
Atkvæðið mitt
Ég var ein af þessum óákveðnu kjósendum sem stjórnmálaflokkar slógust um að reyna að krækja í og er búin að skoppa á milli í ákvörðun minni eins og bífluga á milli blóma en oftast hangið pínu svona vinstra megin.
Í morgun tók ég ákvörðun, og það var í rauninni létt verk eftir síðasta útspil Samfylkingarinnar. Ég var svo til ný búin að nudda augun í morgun þegar það var bankað og hélt ég að nú væri hersingin mætt að spyrja eftir afsprengjunum mínum, og blótaði foreldrum þessara hersingar fyrir að leyfa fólki ekki að sofa út á sunnudögum. En fyrir utan stóð par, Katrín Júlíusdóttir með skósvein með sér sem var með fullt fang af rósum. Hún heilsaði mér með handabandi og sýndi það að hún gæti sko alveg blandað geði við almúgann og rétti mér bæklina er varðar þá yngstu og elstu í þjóðfélaginu og hvað þau vilja ólm gera fyrir þau. Skósveinninn rétti mér svo rauða rós og af því búnu kvöddu þau. Ég er ekki frá því að skósveinninn hafi hneigt þegar hann bakkaði frá húsinu.
Ef þið haldið að þarna hafi þau unnið mitt atkvæði þá gerðist það ekki þarna.
Ég kastaði bæklingunum á borðið og spáði ekki meira í þá, þar til núna áðan að ég settist niður og tók upp bæklinginn annarshugar. Strax veitti ég athygli einu mjög merkilegu í bæklingnum sem gerði útslagið um að ég kem til með að gefa Samfylkingunni atkvæði mitt hérna í Suðvesturkjördæmi. Eftir að ég sá þetta var ekki vafi að mitt hjarta slægi í takt við Samfylkinguna.
4. maður á lista Suðvesturkjördæmis er frigging GORDJESS!!! Árni Páll Árnason! 5. maður er óttalega krúttilegur líka (Guðmundur Steingrímsson) og bara af því að vinkona mín er leyniskotin í honum og hann er Garðbæingur og Árni Páll er gordjess þá er pottþétt að Samfylking græddi atkvæði með þessari morgunheimsókn til mín í morgun.
Kjósum fallega menn á þing! Þá getur Alþingissjónvarpið farið að selja auglýsingartíma ;)
Athugasemdir
KJÓSUM ÞÁ!! HIPP HIPP!
Ester Júlía, 30.4.2007 kl. 07:06
Æ held ég hermi bara eftir þér. Er svo hætt að vera laumuskotin í Gumma þegar ég fattaði að hann er alveg eins og Ásta Jóns vinkona mín!
Kristín (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 18:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.