4.5.2007 | 16:26
Ennþá feit og pirruð!
Unglingaafmæli í uppsiglingu, frumburðurinn varð táningur um daginn og þrátt fyrir að ég sé búin að teygja lopann hvað afmælisveislu varðar þá sé ég fram á að ég get ekki sloppið við hana! Ég var ekki viðlátin þegar það var verið að deila bökunarhæfileikum og satt best að segja er ég vanalega með ágætis jafnaðargeð (nema þegar ég verð svöng), en í kringum svona tilstand er ég varla sambúðarhæf!
Helmingurinn minn finnur sér líka alltaf alveg stórmerkilegt að gera þegar svona stendur á. Hef hann grunaðan að skipuleggja nauðsynlega fundi af miklum móð í kringum afmælisdaga fjölskyldumeðlima! Veit eiginlega ekki hvort að það er skapið í mér eða hreingerningar sem hann forðast. Þá erum við komin að þeirri spurningu.... hvort kom fyrst, eggið eða hænan? Er ég pirruð yfir því að standa í þessu ein eða er ég ein í þessu af því ég er pirruð?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.