4.5.2007 | 22:35
Bóla
Úfffff, undanfarið hef ég verið með feituna og ljótuna alveg á fullri keyrslu áfram en í gær fór ég að finna fyrir kunnulegum óþægindum á enninu til að toppa allt.
Byrjaði rautt og sakleysislega, en ég vissi svo sem hvað var í vændum því að ekki er þetta verkjalaust rétt áður en þetta blómstrar. Vinkona mín sannfærði mig um daginn að kaupa eitthvað stöff á svona ófögnuð sem gerir það að verkum að þetta á víst að hverfa á núll einni en ég er farin að hallast að vinkona mín sé með skepnulegan húmor og þetta sé nærandi vaxtarefni fyrir graftakýli!
Í morgun fæddist það svo. Þegar helmingurinn minn vaknaði í morgun og leit á mig þá kom stór gretta framan í hann en hann þekkir mig nógu vel til þess að kæfa veinið í koddann.
Í allan dag hef ég reynt að greiða hárið fyrir ennið, en það er erfitt þegar maður er með sítt hár allan hringinn, með engan topp. Hvorki a-b-c né d virkar í svona tilfellum! Pínlegt þar sem ég er frekar lágvaxin og ennið á mér í beinni sjónlínu við eðlilega vaxið fólk. Ekki nokkur leið að fela skrímslið!
Ég gekk á 2 hillur í videoleigunni með tilheyrandi látum, ég sá ekki út fyrir hárið. Ég mælist til þess að þeir sem reka svona staði setji franskan rennilás á hulstrin og á hilluna, hver hefur ekki lent í því að reka sig í eitt hulstur sem svo stigmagnast og endar með að 200 hulstur liggja á gólfinu?
"kennitala" sagði afgreiðslustelpan við mig og reyndi að kíkja upp undir hárið á mér til að sjá framan í mig. Ég þuldi hana undan hárinu eins og þunglyndur síðhærður unglingur sem rétt grillir í nefið á, en þrátt fyrir að vera með slatta af hári á hausnum þá vissi ég vel afherju fólkið þarna inni pískraði og benti á mig. Svo áður en ég gekk út ákvað ég að kalla hátt yfir búðina " NEI...... heilinn á mér er ekki að koma út um ennið á mér, þetta er bóla, svo hættið að glápa" svo sveiflaði ég hárinu fyrir andlitið á mig, snérist á hæl og gekk á dyrakarminn á leiðinni út!
Athugasemdir
Hahahaha
Haukur Viðar, 5.5.2007 kl. 00:15
Hahaha, þú ert æði :)
Ragga (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 08:36
Veit ekki afhverju mér datt þetta í hug, en hlustarðu ekki á Tvíhöfða? *fliss*
Hugarfluga, 5.5.2007 kl. 12:22
HAHA..*íkasti* ..
Ester Júlía, 6.5.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.