7.5.2007 | 22:29
2ja blogga bóla
Átti skemmtilega helgi í skemmtilegum félagskap. Ég reyndi ég að fela bóluna en þegar ég var komin með hól af bóluhyljara á ennið þá varð mér ljóst að hyljara taktík var ekki að virka, það var eins og ég væri alvarlega holdsveik. Og hvað gerir maður þá?
Nú ég snéri þessu upp í grín og teiknaði hjarta í kringum drussssluna. Svona smá steitment á kvikindið að "Dónt mess viþþ mí"! Helmingnum mínum fannst þetta ekki sérlega fyndið en ég sagði að þetta ætti að tákna hvað ást mín til hans blómstrar. Honum fannst það ekki vitund rómó og sótti N1 derhúfu sem honum áskotnaðist og skellti á hausinn á mér. Svo ég tók á móti gestum í afmælið í kjól, háum hælum og með N1 derhúfu á hausnum! Einn gesturinn hvíslaði að hann hefði í mínum sporum fórnað hárinu og látið klippa á sig topp!
Þurfti að mæta á fermingarundirbúningsfunds í gær (ekki seinna vænna!), ásamt glás af hormónasprengjuforeldrum og ég er nokk viss að enginn heyrði neitt hvað presturinn sagði, það hafa sjálfsagt allir starað á bóluna. Ég þakkaði gvuði fyrir að Spaugstofan er komin í sumarfrí því að eitt foreldrið var að mér sýndist Karl Ágúst yfirspaugari og sá ég alveg í augunum á honum hvernig efni í spaugstofuþátt fæddist þarna í hausnum á honum þegar hann starði eins og allir hinir á bóluna.
Ákvað í morgun að setja plástur á fyrirbrigðið og fara í gallabuxum í vinnuna. Fyrst að ég var drussluleg hvort eð er þá væ nott taka það alla leið? Skutlaði frumburðinum upp á spítala og hinkraði á meðan verið var að pína hann, skildi hann svo eftir og skaust í vinnuna. Fékk vægt áfall þegar ég opnaði dagbókina mína og sá að það var stór fundur í dag (og ég í gallabuxum með plástur á enninu!). Skaust úr vinnunni og sótti afsprengið, skutlaði honum heim og náði að fara í pæju/bissness gallann á met tíma. Mætti sveitt á fundinn. Einhver kommentaði á plásturinn á enninu á mér og ég sagði að ég hefði verið að láta fjarlægja fæðingarblett.
Fundurinn teygðist í maraþonfund. Og ég sem hélt að plástur hefði verið smart múv hjá mér þá einhvernveginn fannst mér allir tapa sér annað slagið í störu á ennið á mér en ég vissi að ég var með plástur og í pæjudressi og pinnahælum svo ekkert gat klikkað.
Eftir 3ja tíma fundarsetu hafði mér tekist að gleyma bóluskrattanum og kvaddi með handabandi og labbaði nokkið ánægð með mig út í bíl. Ég átti alveg nokkur góð inpútt á fundinum.
Ég startaði bílnum og hagræddi baksýnisspeglinum.......... það var þá sem ég sá sjálfa mig í spegli. Í öllum hamagangnum að ná á fundinn á réttum tíma hafði ég greinilega svitnað og plásturinn losnað og hékk nú framan í mér á smá skinni. Bólan glotti framan í mig og sem aldrei fyrr í fullum blóma. Henni hafði nægt hingað til að vera bara rauð og áberandi, en núna var hún....... ja við getum sagt að ég skil núna af hverju enginn notaði dippið fyrir babygulræturnar á fundinum!
Mikið rosalega held ég að það hafi farið fyrir ofan garð og neðan það sem ég sagði á fundinum með plástur lafandi á enninu og ógeðslegustu bólu ever fyrir allra augum!
Í ofanálag er ég feit í dag líka!
Ég ætla ALDREI aftur að blogga um bólu, hún ofmetnaðist!
Athugasemdir
Frábær saga, en ég get alveg sagt þér það strax að m.v. þessar "ég er feit" yfirlýsingar þínar, þá hefur bólan verið á stærð við títuprónshaus. Búttaðar hugarfluvur hnussa bara yfir svona vippleysu.
Hugarfluga, 7.5.2007 kl. 22:57
Garg... þú ert ÓGEÐSLEGA fyndin...kona... . Vona samt að þú hafir aðeins ýkt bóluskömmina, þetta eru svaðalegar lýsingar!
Ester Júlía, 7.5.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.