Skór

Ég verð að játa mig eina af þessum konum sem missa þvag þegar þær fara inn í skóbúð.

En því miður þá fara þessir 2 kvillar ekki saman. Að vera skófíkill og vera vanafastur!

Ég á fleiri skópör en ég legg á mig að telja en samt enda ég oftast í sama skóparinu! Átfittið hverju sinni er oftar en ekki valið út frá skónum, fyrst vel ég skó og svo hvað gengur með þeim! En alltaf eru þeir með háum hæl, ég er bara þannig gerð frá náttúrunnar hendi að hælar henta mér vel.

Uppáhalds skóparið mitt eru einu Ecco skórnir sem ég hef séð sem eru ekki hallærislegir, vanalega eru ecco skór fótlaga og meira svona fyrir "flíspeysufólk". En ég féll fyrir þessum fyrir rúmum 2 árum þegar ég var á leiðinni á ráðstefnu í París og vantaði skó til að fara í. Ég man eins og það hafi gerst í gær hvað mér kenndi óstjórnlega til í fótunum eftir að hafa þrammað um Versali og París í 3 daga í glænýjum skóm. Ég fann apótek og spurði afgreiðslustúlkuna hvort að hún ætti kælikrem fyrir fætur en hún yppti öxlum og skildi ekki rass. Svo ég benti á fæturnar á mér og nuddaði svo saman höndunum og sagði "brrrrrrr". Stúlkugreyið starði á mig smá stund forviða en svo allt í einu færðist bros yfir andlitið á henni og hún sótti sokka og vettlinga fyrir mig! Eftir smá útskýringar á táknmáli þá fattaði hún hvað ég átti við en þá voru fæturnir á mér of langt leiddir til að kælikrem gæti einhverju bjargað.

Ég hélt eftir að ég kom heim að ég færi aldrei aftur í þessa skó. Blótaði þeim sem sagði mér að Ecco væri málið.

En ég gaf þeim sjens og í dag eru þeir næstum fastir á fótunum á mér. Ég er búin að kaupa mér nokkra tugi skópara síðan en alltaf fer ég í ecco skóna. Ég er búin að hafa augun opin fyrir arftaka þessara og farið nokkrum sinnum í ecco en þeir hafa greinilega bara náð að slysast einu sinni að búa til smart skó!

Núna verð ég að horfast í augun við staðreyndir. Þessir skór eru búnir að þjóna mér lengi og orðnir lúnir og þreyttir og ég verð að fara að senda þá til Afríku. Ég er að þjálfa aðra í að taka við sprotanum, en ég hef svo sem þjálfað aðra í sama tilgangi en engir verið þess verðugir.

Það er vont að vera vanafastur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert ekki nógu pró.  Mín regla númer eitt er að fara aldrei í sömu skóna tvo daga í röð.  Það er ekki smart skiluru.

Svo kaupi ég nýja skó eins oft og ég mögulega kemst yfir og þá er ég komin með nógu mikið af pörum til að "rótera" þannig að ég verði aldrei húkkd á neinum.

...you should always learn from the best

Sæunn (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 17:46

2 Smámynd: Ester Júlía

Ég á fimm eða sex stigvélapör en nota bara eitt Ég á ábyggilega 10 pör af hælaskóm en nota eina.   Ég á fjögur íþróttaskópör en nota eitt.   Er samt enginn skófíkill.. síður en svo..er ekkert sérlega veik fyrir skóm.  Finnst eitthvernveginn ótrúlega erfitt að eyða peningum í skóm. En auðvitað þarf maður skó.

Ester Júlía, 11.5.2007 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband