11.5.2007 | 21:54
enn bíð ég
Ég er ennþá að bíða eftir sumrinu. Fullt af sól en ekki orðið bikinífært út í skoti hjá mér ennþá.
Ég hef oft sagt þetta áður en ég er sumarbarn. Ég fæddist um hásumar og hef sennilega kunnað vel við það því að mér er meinilla við allar aðrar árstíðir. Ég þrífst best í birtu og yl, rétt eins og önnur blóm ;)
Lóan er uppáhaldið mitt því að hún er fyrirboði um blóm í haga og betri tíð.
Páskarnir eru líka uppáhaldið mitt því að þá veit ég að það er aaaalveg að koma vor og lóan sé á næsta leiti og sumarið í startholunum.
Formúlan er líka uppáhaldið mitt því að hún kemur rétt á undan lóunni og páskunum og segir mér að lóan sé alveg að koma og þar af leiðandi sé sumarið í nánd.
Þorrinn er líka uppáhaldið mitt því að þá veit ég að formúlan sé alveg að fara að koma og því sé stutt í páskana og þá er lóan ekki langt undan og því alveg að koma sumar :)
Áramótin eru ágæt, því að þá veit ég að þorrinn sé bráðlega og hann segir mér að það sé nú ekki svo langt í formúluna og þá fara páskarnir alveg að koma og þegar þeir eru búnir þá kemur lóan og það endar með sumri :)
Svona kemst ég í gegnum árið. Mér finnst verslunarmannahelgin verst, því þá veit ég að sumarið er sigið á seinni helming og laaangt í næsta.
Ljós punktur þrátt fyrir lofthitaleysið....... bólan er farin
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.