1.6.2007 | 22:38
Talandi um stærðfræði
Ég gafst upp á blaðsíðu 19 í stærðfræðibókinni minni og ákvað að bíða þar til helmingurinn minn kæmi heim til að aðsoða mig. Ekki nóg með að stærðfræðibókin sé stútfull af tölustöfum og táknum heldur er stærðfræðin búin að yfirtaka stafrófið líka!
Svo ég fór á bloggrúnt. Rakst inn á bloggsíðu frænda míns, sem er bæ ðe vei svona vel gefin því að hann var svo vel upp alinn í æsku af frænku sinni (jors trúlí). Hann var eitthvað að tjá sig um Klingenberg og ætlaði ég að kommenta hjá honum að minnast ekki á Klingenberg í eyru ömmu sinnar því að þá er hann fastur vel á þriðja tímann undir fyrirlestri að hans forfeður hafi verið vínræktunarbændur í þýskalandi og heitið Klingenberg! En þar sem ég var ekki innskráð þá varð ég að svara einhverri spurningu út af ruslpóstasíu.
Spurt var: Hver er summan af 7 og 2 ?
Mér var svo misboðið að ég hætti við að kommenta!
Athugasemdir
Stærfræði eðlisfræði, efnafræði, lífeðlisfræði, lífefnafræði...minnstu ekki á það ógrátandi! Hahahaha..stærðfræðin eltir þig hvert sem þú ferð dúlla
Ester Júlía, 1.6.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.