11.6.2007 | 00:19
Æfingabuxur
Veit eiginlega ekki hvort ég þori að viðurkenna þetta, en í dag hef ég verið hérna heima í æfingabuxum og inniskóm og bol! Þetta náttúrulega fer algerlega með ímynd mína sem "flott lady" en jeremías guðbrandur hvað ég var þakklát fyrir þennan klæðnað í dag! 3 daga samfleitt í sparifötum og háum hælum er meira en meira að segja ég þoli!!! Þrír galadinnerar í röð.... í push up sokkabuxum er kvalræði!
Komst að því að það er einmanalegt að vera einn á hótelherbergi :S
Athugasemdir
Hehehe... vó...hvað ég skil þig! Push up sokkabuxur eru kvalræði og hvað þá í þrjá daga!! Ég er ekki ennþá búin að senda á þig ...tímaskortur endalaus. En ég skal herða mig ..lofa
Ester Júlía, 11.6.2007 kl. 08:31
Wow... en hey, þér er fyrirgefið eins lengi og bolurinn er ekki kvennahlaupsbolur!
Ragga (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 09:58
Ragga þú þekkir mig nú betur en það!!!
Kvíði fyrir því þegar rauðir kvennahlaupsbolir tröllríða öllu hérna í næstu viku!
Drilla, 12.6.2007 kl. 13:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.