Pink

Áttaði mig ekki alveg á því afhverju eldri erfinginn gekk í bleikum bol og spurði mig áður en ég fór í vinnuna í morgun afhverju ég væri ekki í neinu bleiku. Enn síður fattaði ég afhverju mbl.is var með allt í bleikum lit.  Rann upp fyrir mér ljós þegar ég kom heim þegar erfinginn í bleika bolnum tilkynnti mér að hann væri heitur stuðningsmaður þess að konur fengu að vera á þingi! Það er nú aldeilis fínt, uppeldið hefur heppnast ;)

Skrapp út fyrir landsteinanna síðustu helgi. Upphaflega var planað að vera í 3 daga í útlöndum en ónafngreint stórt íslenskt flugfélag hafði af mér heilan dag vegna seinkunnar. Var það mjög svo fústreruð Drilla sem fór út á Leifstöð og eins og sést í kynningunni um mig þá verður jors trúlí mjög viðskotaill þegar hún verður svöng. Vitandi það ákvað helmingurinn að reyna allt hvað hann gat til að koma í veg fyrir skapvonskukast hjá eiginkonunni. Hann hringdi í ónefnda stóra flugfélagið sem er með bláan og gulan lit í logoinu sínu, og bar sig illa. Hann nefndi við þá að hann væri á skilorði vegna þess að hann gleymdi brúðkaupsafmælinu og konan því fyrir frekar hvumpinn fyrir og ekki á það bætandi að hún yrði svöng. Þar sem búið yrði að loka öllum veitingastöðum þegar við kæmum út og það væri þessu ónefnda flugleiða fyrirtæki að kenna þá yrðu þeir eiginlega að sjá til þess að frúin fengi eitthvað að borða þegar hún kæmi upp á herbergi, annars myndi hann ekki þora að deila með mér herbergi! Flugfélagið brást vel við þessari bón, virtist skilja hann mjööög vel og sagði að í sárabætur fyrir að hirða af okkur einn þriðja af ferðinni yrði glaðningur upp á herbergi svo við færum ekki svöng að sofa.

Ég var komin frekar langt með þolinmæðina þegar við loksins komumst upp á hótelherbergi rétt fyrir miðnætti. Enda hafði ég bara fengið smotteríis skinku um borð sem varla var upp í kött á nesi! Við lufsuðumst inn á hótelherbergi og þá gerðist það!!!!

Ég sprakk!!!

Þetta ónefnda flugfélag sem hafði haft af mér einn þriðja af helgarferðinni minni var svo ósvífið að skilja eftir á borðinu á herberginu miða sem á stóð "with compliments from Iceland Air", með þessum miða á borðinu var vatnsflaska, rósavínsflaska og 2 epli!!! Jamm þið lásuð rétt..... 2 FRIGGIN EPLI !!! Um leið og helmingurinn sá þessar "sárabætur" þá sem snöggvast fór hann að skoða neyðarútgönguleiðirnar sem voru hengdar þarna upp á vegg, hann þekkir sína frú.

Fékk sömu skinkuna á leiðinni heim, ákvað samt ekki að taka sjens á henni þar sem lyktin af henni var mun dularfyllri en á leiðinni út!

Feitt kvörtunarbréf er í smíðum til þessara ónefnda flugfélags.

Mæli samt með sýningunni "Blue Men Group" ef þið eruð á faraldsfæti þar sem það er sýnt ;) Vissuð þið að klóaksrör eru snilldar trommur??

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Ég var í vitorði með flugfélaginu...

Nei djók... en borðaðir þú eplin?  ..þetta þykir mér ósvífið af flugfélaginu!!

Ester Júlía, 20.6.2007 kl. 06:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband