Andsk.....

Maður velur sér vini en ekki ættingja og einn náskyldur mér klukkaði mig!

Ég er ekki alveg að fatta þessar reglur en mér skilst að ég eigi að koma með 8 játningar og klukka svo átta grunlausa einstaklinga. Ég hlýt að fá einhverja undanþágu á því þar sem ég er ekki einu sinni með 8 manns sem bloggvini og 4/5 af þeim sem ég hef sem bloggvini er búið að klukka!!!

1. Ég er ufsilonfötluð, ýmist ofnota ég þau eða gleymi þeim. Gæti ekki munað regluna bak við þennan vitlausa staf þótt ég ætti að vinna mér það til lífs.

2. Ég var hrooooðalegur unglingur í skóla og henti m.a. bók í eyrað á enskukennaranum mínum. Sá hana á Vegamót um daginn, þekkti strax heyrnatækið :S Hún var samt heyrnalaus áður en hún fékk bókina í eyrað!!!

3. Ég hef setið fyrir berrössuð hjá ljósmyndara.......... nokkrum sinnum! EKKI "þannig" myndir samt ;)

4. Ég er brjálæðislega stríðin.

5. Ég get ekki haldið stofuplöntu lifandi, ekki smuga. Búin að gera nokkrar tilraunir. Ekki einu sinni kaktusar!

6. Sama með gúbbífiska. Ég er eftirlýstur gúbbífiskafjöldamorðingi.

7. Ég hef 3svar verið stoppuð af löggunni og náð að sleppa við sekt með ljóskutöktum.

8. Ég er búin að vera á leiðinni í ræktina í rúmlega hálft ár!

Þarna hefur þú það, og mér líður miiiikið betur að losna við þetta af bakinu :)

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sko mína! Getur ekki skrifað klukkið á mig þar sem ég ákvað að klukka engann á móti en svaraði samt. Er svo ofur næs í mér nefnilega.

Ragga (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband