20.7.2007 | 23:55
Ljúft líf
Ennþá heldur áfram þetta ljúfa líf, ég held ég hafi bara aldrei upplifað jafn rólegt og yndislegt sumar.
Núna eru við að lufsast saman, ég og yngri afleggjarinn, þar sem frumburðurinn er í Vatnaskógi og ektamakinn minn tók upp á því að fara að læra á mótorhjól (gafst upp á veiði, allar ár þurrar, og grái fiðringurinn eitthvað farinn að láta á sér kræla!). Alla þessa viku hef ég haft "aðstoðarmann" með mér í vinnuna og jeremías hvað barnið getur talað???
Hann er búinn að læra að mamma kemur alltaf við í búð á leiðinni heim úr vinnunni og í gær var það Debenhams, undirrituð varð að fjárfesta í bikiní fyrir væntanlega Spánarferð. Það var alveg þónokkuð úrval og því þurfti ég að máta og skoða sem mest með tilheyrandi valkvíða. Sá stutti sagðist ætla að bíða í "púðadeildinni"
Loksins komst ég að niðurstöðu og borgaði sæl og sátt eitt bikiní og einn sumarkjól og trítlaði af stað í púðadeildina þar sem ég átti von á að guttinn sæti iðandi í skinninu að komast út úr búðinni en vitið menn, ég sá hann ekki þar!!! Ég prufaði að hringja í gemsann hans en þá nötraði veskið mitt og gaf frá sér skellihlátur og fattaði ég þá að ég var með símann hans á mér. Svo ég rölti um búðina að leita að stráksa.
Þegar ég kem aftur að púðadeildinni sé ég hvar fólk hafði þyrpst saman og er að hvísla í hálfum hljóðum. Þegar ég kem nær heyri ég gamla konu spyrja "er þetta dúkka eða er þetta barn?". Ég leit í áttina þar sem allir voru að horfa og sé ég þá út í horni, í riiiisastórri púðahrúgu þar sem sonur minn lá, með derhúfuna hálfa fyrir andlitinu, GRJÓTSOFANDI!!! Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að vera jafn óviss og hinir um hvort um dúkku væri að ræða og þykjast ekkert kannast við hann en ákvað vandærðaleg að viðurkenna skildleika minn við þessa gínu og þrammaði framfyrir fólkið og hnippti í hann. Hann sagði mér þegar ég vakti hann að 10 ára strákum þætti leiðinlegt í búðum!
Varðandi bikiníið, viljið þið minna mig á ræktina sem ég ætlaði að byrja í fyrir hálfu ári? Getur maður ekki alveg orðið hár, grannur og ljóshærður á einum mánuði?
Athugasemdir
Æ, blessaður snúðurinn. Þvílíkt krúttlegt. En heyrðu ... hvenær ertu að fara til Spánar?? En spennandi!! Hvar á Spáni verðurðu?
P.s. Þú ert grönn og getur auðveldlega orðið ljóshærð ef þú óskar þess ... þetta með hæðina er aðeins flóknara.
Hugarfluga, 21.7.2007 kl. 11:55
Þetta var skrítið... ég smelti á bloggvini þarna uppi og lendi á þínu bloggi ??? Ég hef ekkert á móti því enn halló!!! Hvernig fórstu að þessu?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.7.2007 kl. 22:17
Hahaha....gott hjá honum, smá sjálfsbjargarviðleitni En að hinu, þú ert grönn og ertu viss um að ljóst hár klæði þig?
Hafdís (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 02:16
Pfff.....litaðu það dökkt kona......DÖKKT!
Haukur Viðar, 22.7.2007 kl. 02:37
Já ég held að ég láti þetta ljóshærða dæmi eiga sig, ég er bara dökkhærð og verð að játa mig sigraða þar.
Gunnar Helgi, þetta er stórfurðulegt en sennilega er þetta bara ment tú bí :)
Drilla, 22.7.2007 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.