24.7.2007 | 08:51
Ég er ekki maður!
Ég var ekkert smá ánægð með mig í gær. Fór í IKEA og fjárfesti í kommóðu, ákvað að sýna að konur geta allt og drösslaði pakkningunni sjálf úr hillunni og er með marbletti á báðum höndum, svona eins og eftir handjárn!
Þegar heim var komið þá ákvað ég að ég gæti vel sett þetta saman sjálf. Sótt mér skrúfjárn og hamar og byrjaði. Ég dásamaði IKEA á meðan ég var að þessu því að sjálfsálit mitt jókst um helling á meðan ég skrúfaði hverja skrúfuna á fætur annarri fimlega á rétta staði. Sjálfstraustið var orðið þvílíkt þegar verkinu lauk að það hvarflaði að mér að kaupa mér bara nýja eldhúsinnréttingu og setja hana upp sjálf einn eftirmiðdag! Ef ég hefði verið með pung þá hefði ég sennilega klórað mér hressilega í honum!
Vaknaði svo klukkan 5:30 í morgun, en í dag var fyrsti dagur í mission "bikiní eftir mánuð" og skellti ég mér í hlaupaskóna og hljóp út. Það er dásamlegt að vakna á undan fuglunum:) Meira að segja hestarnir í girðingunni sem ég hljóp framhjá láu í þúfunum og geyspuðu þegar ég skokkaði framhjá þeim. Mér fannst ég ósigrandi. Ég kann allt.... get allt!
Eftir sturtu, morgunmat og moggalestur þá beið mín það verk að fara með bílinn á verkstæði. Sú ferð drap niður allt karlagen í mér á núll einni. Ég byrjaði á að festa pinnahælinn á skónum í mottunni hjá þeim. Eftirfarandi samtal átti sér svo stað þar:
Ég (á meðan ég losaði pinnahælinn úr mottunni): "góðann og blessaðan daginn, ég er að koma með bíl" (skælbros)
Verkstæðismaðurinn: "já......... hvernig bíll er það?"
Ég: "hmmmmmm Honda......... eitthvað.... æi svona jepplingur þú veist"
Verkstæðismaðurinn: "jaaá CRV?, hvað er númerið á honum?"
Ég: "ehhhhhh....... bíddu aðeins!" (svo skokkaði ég út til að athuga númerið á honum, sem ég svo gaf upp)
Verkstæðismaðurinn: "hvað er það sem á að gera við bílinn?"
Ég: " ehhhhh...... veistu ég bara er ekki viss...... bíddu rétt" (og ég hringdi í helminginn sem sagði mér hvað stóð til með bílinn, sigri hrósandi gat ég komið því til skila)
Verkstæðismaðurinn: "Hvað er bíllinn ekinn mikið?"
Ég: "ehhhhhhh....... veistu ég veit það bara ekki! En ég veit að það eru 1000 km þangað til hann á að fara í smurningu (stórt bros).
Verkstæðismaðurinn (sem þegar þarna var komið sögu var hættur að geta falið flissið): "Hvaða árgerð er bíllinn?"
Ég (sem var allri lokið þarna): "Veistu ég bara hef ekki hugmynd........ þessi bíll er grár!!!!!"
Ég held ég verði að fara á eftir í IKEA og kaupa mér nýja kommóðu til að setja saman og endurvekja karlagenið í mér eða bara fara og kaupa mér enn eitt body lotion.........
Held ég kaupi mér bara body lotion..... með glimmeri ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.