27.7.2007 | 15:14
Pússíkatt
Sumarið er algerlega minn tími, ég eeeelska sumarið og er svooo fjarri því að hafa áhuga á snjóíþróttum. Ég elska að geta verið léttklædd, legið letilega í sólinni og lesið góða bók. Geta farið út í búð í opnum skóm og í þunnu sumarpilsi og hlýrabol.
Samt nákvæmlega á þessum árstíma, þá verð ég pirruð. Upp úr 20. júlí fer pirringurinn stigmagnandi og yfirleitt nær hann hámarki 27.-28. júlí. Ég held að þetta séu aldurskomplexar eða eitthvað álíka.
Á morgun verð ég sem sagt ári eldri :S
Ljónið
Tími Ljónsins er hásumarið, heitasti tími ársins. Á þessum árstíma skrýðist náttúran sínu fegursta, gróður blómstrar og litadýrð er mikil. Þessa dýrð má sjá í fari Ljónsins, sem oft hefur skrautlega og stóra sál og sterka þörf fyrir að tjá sig.
Í miðju
Ljónið er yfirleitt hreint og beint í framkomu og falslaust. Það hefur tilhneigingu til að draga að sér athygli og lenda í miðri hringrás atburða. Ljónið sækir oft í störf sem gera það áberandi, eða eru þess eðlis að það verður að þungamiðju umhverfisins.
Opin tjáning
Þegar Ljónið er í góðu skapi geislar það og glitrar af gleði og smitar út frá sér í umhverfi sitt. Þá 'kveikir' það í öðrum. Þegar það er óánægt sést óánægjan einnig langar leiðir, enda er Ljónið merki sem sýnir það sem býr innra með.
Fast fyrir
Ljónið er viljasterkt, fast fyrir, stöðugt og ákveðið þegar það hefur á annað borð tekið afstöðu til mála. Algengt er að það móti sér sérstakan stíl sem það heldur síðan fast í. Það er að mörgu leyti ósveigjanlegt, ráðríkt og stjórnsamt og telur sig iðulega vita betur en aðrir, hvað er rétt eða rangt.
Stórtækt
Ljónið býr yfir sannfæringarkrafti og ágætum stjórnunarhæfileikum. Það er einnig oft á tíðum kraftmikið og stórtækt. Oft taka Ljón sig til og framkvæma það sem aðrir létu sig ekki dreyma um að væri mögulegt. Þess á milli getur Ljónið tekið dugleg letiköst, enda kann það því vel að sleikja sólina og njóta lífsins.
Skapandi sjálfstjáning
Til að næra lífsorku sína þarf Ljónið að fást við skapandi athafnir, ekki endurtekningar og lognmollustörf. Það hentar því ekki að standa við færiband. Ljónið þarf að setja sinn persónulega stimpil á verkefni sín, enda er skapandi sjálfstjáning lykilatriði í lífi þess. Margir af þekktustu skemmtikröftun heimsins (og Íslands) eru í Ljónsmerkinu, svo sem Mick Jagger, Madonna, Diddú, Sigga Beinteins, Birgitta Haukdal o.s. frv.
Hugsjónir
Ljónið er eldsmerki og því hugsjónamaður að upplagi. Það táknar að því líður best þegar það er að berjast fyrir hugsjónum. Ljónið verður að hafa áhuga. Viðfangsefnin þurfa að kveikja eldinn.
Heiðarleiki
Meðal bestu eiginleika Ljónsins er heiðarleiki og einlægni. Hið dæmigerða Ljón vill segja satt hvað sem það kostar. Það vill vera trútt markmiðum sínum og hugsjónum. Ljónið er stolt, hjarthlýtt og göfuglynt merki.
Athugasemdir
Til hamingju með afmælið á morgun snúllan mín. Er að fara erlendis í fyrramálið svo ég óska þér bara til hamingju fyrirfram. Ps. Ljónið er flottasta merkið fyrir utan Bogmanninn
Ester Júlía, 27.7.2007 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.