Kona

Ég er að lesa áhugaverða bók um konur og það hefur kveikt á nokkrum perum í seríunni í hausnum á mér og ég hef velt fyrir mér hvernig það er að vera kona vs að vera maður?

Við erum settar snemma í hlutverk. Í Svíþjóð var gerð könnun, ungabarn var klætt í bláan galla og sýnt fullt af fólki sem átti að skrifa niður lýsingar á barninu.

"Karlmannlegur" og "Svipsterkur" var meðal annars það sem var skrifað, hann var "Stór" og "Myndarlegur" og "Kraftalegur".

Sama barn var svo klætt í bleikan galla og niðurstaða þeirra sem skoðuðu barnið voru "Hún er lítil" og "hún er dúlla" !

Svona snemma erum við sett í hutverk! Dómurinn felldur án nánari skoðunnar!

Svo heldur þetta áfram, flest allar teiknimyndahetjur eru karlkyns, s.s. Súperman, kóngulóarmaðurinn og Batman, flest allar teiknimyndafígúrur eru karlkyns, t.d. eru allir karakterarnir í Bangsimon karlkyns nema Kengúran..... hún er mamma litlu kengúrustráksins og sópar gólf!

Ég er ekki kvenremba, en þessi bók er svoleiðis búin að opna augun mín fyrir þessu. Ég hugsaði út í þetta í morgun þegar ég stóð í sturtu og hugsaði um þá kvalarfullu ferð sem bíður mín í vax fyrir væntanlega utanlandsferð mína.

Maðurinn minn fer í sturtu á hverjum morgni, rakar sig, fer í jakkaföt, skyrtu og bindi, setur á sig ermahnappa og rakspíra og er reddí fyrir vinnudaginn. Annað slagi fer hann í klippingu en þar með er það upptalið.

Ég fer líka í sturtu á hverjum degi, áður en ég fer í sturtu þá þarf ég að greiða í gegnum lubbann svo hann verði ekki ein flækjahrúga, í sturtunni þaf að sápuþvo lubbann og bæta svo hárnæringu við svo að hann öðlist ekki sjálfstætt líf þegar hann þornar! Við sápuþvottinn er svo gripið til rakvélinnar sem fjarlægir þau hár sem maður hefur ekki vogað nálægt vaxinu ennþá sökum kjarkleysi. Svo skrúbbar maður sig hátt og lágt með grjóthörðum bursta með broddgöltahárum held ég, en það á að vera svo afskaplega gott til að losna við dauðar húðfrumur og appelsínuhúð!

Eftir sturtu tekur við kremsmurning. Sérstakt krem er borið á appelsínuhúðarhlutinn, eitthvað sem auglýsignar lofa að láti þennan ófögnuð hverfa á núll einni. Eftir svona skyldusmurningu er tekið fram vellyktandi krem, gjarnan með smá "shimmer" í svona til að maður fái á sig fallegan gljáa, og því smurt vel og vandlega. Svona enda tötsið er svo þegar maður spreyjar shimmering body spray yfir allt saman og getur það stundum verið sviðasamt á nýrökuðum líkamspörtum! Rolloninu má ekki gleyma, smá svitalykt á karlmönnum þykir bara sexý en kvenmenn eiga alltaf að lykta eins og nýútsprungin lilja í morgundögg.

Þá er það hárið. Ég er heppin að krullur eru móðins í dag. Við það eignaðist ég heilan klukkutíma á dag í líf mitt frá því þegar slétt hár var það eina sem blívaði. Hárþurrka er það eina sem ég þarf að nota ásamt slatta af froðu.

Andlitið er eftir. Einu sinni í mánuði þarf ég að fara í litun og plokkun, eða eins og ég kallað það "plokkað og pínt", og reglulega þarf ég að fara í húðhreinsun til að losna við fílapensla sem gersamlega geta ært óstöðuga. Helmingurinn minn spyr mig þegar ég fer í svona meðferð "jæja.... það á bara að láta dekra við sig í dag?". Hann hefur greinilega aldrei prufað að fara í húðhreinsun og plokkað og pínt! Mín hugmynd af dekri er allt önnur en að láta kreysta á mér andlitið og slíta hár úr andlitinu á mér..... eitt í einu! Eins langt frá dekri og hugsast getur. En dagleg umhirða andlitsins er líka mikilvæg og eftir sturtuna og body smurninguna og hárblásturinn er komið að því.

Fyrst ber að nota augnkrem í kringum augun, svo er það þunnur vökvi sem er borinn á allt andlitið og loks krem. Þetta er það sem málningarmenn kalla "grunnur". Þá er hægt að fara að mála.

Sum af þeim áhöldum sem notuð eru við förðun eru beinlínis óhugnaleg, ég man þegar ég sá augnhárabrettara í fyrsta skipti, ég svaf illa nokkrar nætur á eftir!

Neglurnar........ bæði á tám og höndum verða að vera vel snyrtar og lakkaðar. Apparötin sem eru notuð við að taka burtu naglabönd eru ekki minna óhugnaleg en augnhárabrettarinn. Og trúið mér, handsnyrting og fótsnyrting flokkast ekki sem dekur í mínum huga heldur! 

Tannhvíttun er uppfinning þess ljóta niðri. Tannkulið sem maður fær vegna tannhvíttunarmeðferð er bíond ðiss vörld!

Bjróstarhöld og push up nælonsokkabuxur er ekki þægilegur klæðnaður, djöst só jú nó! Háir hælar voru það ekki heldur í byrjun, en merkilegt hvað þetta venst.

Karlmenn ættu að prufa að klæða sig í nælonsokkabuxur með langar neglur!

Handáburður áður en ég labba út og gloss á varirnar og ég er reddí fyrir vinnudaginn!

Konur eru kallaðar veikara kynið? Karlmenn ættu að prufa að fá túrverki, blæða út einu sinni í mánuði, ganga með barn og remba því í heiminn, fara í vax, fílapenslahreinsun og plokkun!!! Þeink got að strípur eru ekki lengur inn því að vera með götóttan smokk á hausnum og fá heklunál aftur og aftur potað í hausinn er ekki þægilegt!!

Konur ættu að vera á helmingi hærri launum en karlmenn, það er miiiiiiikið dýrara að vera kona í skrifstofustarfi en karlmaður!

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HAKMO

Ég er einmitt líka að lesa þessa bók (held allavega að það sé sama bókin) og finnst hún ekkert smá áhugaverð.  Keypti hana fyrir tilviljun í 10/11 þegar ég var í röðinni á kassann.

HAKMO, 8.8.2007 kl. 12:24

2 identicon

Og sumar konur eru svo klikkaðar að þær mennta sig í þessum pyntingum og sumar taka jafnvel meistarapróf í þeim!  Vitleysingar!

Sæunn (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband