16.8.2007 | 10:56
Fátt um góða drætti
á þessari bloggsíðu akkúrat núna.
Ég er andlaus. Sumarfríið sem ég er ný byrjuð í virðist sjúga alla orku úr mér! Ég er ennþá á fullu í "bikiníeftirviku" prógramminu og gengur vel, svo ég virðist klára alla orkuna í eitthvað sprikl!
Helmingurinn hefur ekki sést hérna, hann þefar upp hverja lækjarsprænuna á fætur annarri og lemur þær með flugustönginni sinni læk ðer is nó túmorró! Hann er einhverstaðar í fjarskanistan núna, fjarri mannabyggð og gsm sambandi og gæti allt eins verið drukknaður í ánni án þess ég hefði hugmynd!
Mér leiðist svona þegar vantar helminginn. Ég var svo langt leidd í fyrradag að ég aksjúali hugleiddi af fullri alvöru að fara í skipulagða kúmenskoðunarferð um Viðey! Mér fannst þetta alveg snilldar hugmynd, ég meina hver vill ekki fara í skipulagða gönguferð um Viðey gagngert til að fræðast um kúmen? Ég stakk upp á þessu hróðug við afsprengin en það yngra fölnaði við tilhugsunina að fara í bát, hann verður sjóveikur þegar við keyrum yfir polla! Eldra afsprengið er að prufukeyra unglinginn í sér og fannst fátt hallærislegra en að fara með mömmu sinni í kúmenskoðunarferð! Svo það varð ekkert úr þessari ferð minni. Ég var hundsvekkt þrátt fyrir að mér finnist kúmen ekkert sérstaklega gott :S
Styttist í sól-sumar-sand og sangríu .... mmmmmmmmm
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.