4.9.2007 | 17:26
Drilla is back !
Svona ef þessi eini sem óskaði mér góðrar ferðar er farinn að sakna mín ;)
Komin heim, endurnærð eftir dásamlega ferð, afslappelsi og uppákomur. er einfaldlega of þreytt fyrir alla ferðasöguna en hún á eftir að koma hérna í bútum næstu daga, er á mörgu að taka þar, svo sem skrautlega flugferð, hetjuleg barátta mín við eldsvoða sem var ekki eldsvoði, breskar konur og hennar "GORDJESS" börn, og alls ekki..... ég endurtek ALLS EKKI spreyja vellyktandi inn í ferðatöskuna þína ef þetta vellyktandi efni er unnið úr hamp!
En ég má til með að segja ykkur frá uppgötvun minni í ferðalaginu. Ég get í dag þekkt í sundur þjóðverja og breta á sólarströnd úr mílu fjarlægð!
BRETAR:
Karlmaðurinn af þessari tegund er með vömb, enda greinilegt að honum finnst lélegt að vera með six pack ef hann getur drösslast með heila tunnu framan á sér. Hann er að öllum líkindum í fótboltabullu-stuttermabol, og mjööög burstaklipptur eða með smá "hanakamb" (fer eftir hártískusveiflum Beckhams). Hann er undantekningalaust með tattoo, yfirleitt mjög illa gerð svo þau líta frekar út sem risastór svört klessa á kroppnum sem ég myndi láta lækni líta á tafarlaust ef ekki væri það húðflúr. Sum eru jafnvel ókláruð.
Hann er mjög stoltur af þjóðerni sínu og mjög sennilegt að handklæðið hans, sundskýla, og vindsæng sé skreytt breska fánanum. Allt of oft eru þessir menn með eyrnalokk, og þá hring í eyranu og langoftast halda þeir á bjór í annarri hendinni og sígarettu í hinni.
Þeir eru dökkbleikir örðu megin (homeblest) vegna sólbruna en hafa ekki haft rænu á að snúa sér þegar þeir sitja límdir við sjónvarpsskjáinn á sundlaugapöbbnum að horfa á fótbolta.
Konan af sama þjóðerni er yfirleitt svona í meðalholdum. Hún er oftast í efnislitlum sundfatnaði, og ber hann keim af afrískum dýrategundum svo sem tígrisdýrum. Hún er líka með afskræmt tatto á sér og yfirleitt fleiri en eitt. Hún bætir um betur og gatar á sér naflann og ef hún er ofursvöl þá er nefið líka skreytt með hring. Hún er með tvílitt hár, efri parturinn er aflitaður og neðri parturinn er svartur, greinilega "inn" í UK. Ef hún klæðir sig þá er fatnaðurinn efnislítill í takt við bikiníið og minnir á klæðnað kryddpíanna þegar þær voru að byrja sinn stutta en um leið allt of langa feril. Pínupils er greinilega möst að eiga í UK, og ekki verra ef það stendur á rassinum eitthvað í líkingu við "sexy babe" eða í þeim dúr og toppurinn ef það er skrifað með glimmeri. Bolurinn nær aldrei niður fyrir nafla og skiptir þá engu hvernig vaxtarlagið er.
Þær reykja óhóflega mikið og skórnir sem þær klæðast myndu sennilega hæfa hörðustu portkonu vel. Þær kalla alla "darling".
Börnin eru bleik, eins og pabbarnir og með freknur, eru alltaf að fá pening til að kaupa ís eða franskar eða eitthvað gúmmilaði á sundlaugabarnum. Þau eiga fleiri en eina vindsæng hvert!
ÞJÓÐVERJAR:
Byrjum á karlmanninum. Hann er frekar litlaus greyið, oftast grannur, les dagblöð og með skegg. Hann er hvítur og liggur oftast undir sólhlífinni því að frúin segir það. Hann skiptist á við konuna að leika við börnin út í sundlaug.
Konan........ úfffff ég veit ekki hvort er verra, spice girls átfitt eða kona í sundbol, gersamlega órökuð/vöxuð !!! Sem er mér eiginlega óskiljanlegt því að mér finnst eins og þýskar konur séu loðnari að eðlisfari en gengur og gerist og ættu því að passa betur upp á þetta. Þær eru með brúsk undir höndunum, kafloðna fótleggi, brúskurinn gjægist undan sundbolnum fyrir miðju og þónokkrar eru jafnvel með skegg! Það mætti einhver fara og segja þeim líka að sundbolur er skelfilegt átfitt og gerir nákvæmlega ekkert fyrir þær. Þær eru líka hvítar og liggja með mönnunum undir sólhlífinni, kalla reglulega á börnin og bera á þau sun block og bera svo á kallinn líka. Þær eru með tösku með boxi í ef börnin eru svöng fá þau heimasmurað samloku og niðurskorna ávexti. Þær fylgjast með börnunum hvert skref.
Þær eru alls ekki með tatto og enn síður að þær séu gataðar á öðrum stöðum en mesta lagi eyrunum.
Börnin eru ekki í sundskýlu eða sundbol eins og mamman. Nei þau eru í þartilgerðum sundfötum. Þetta er galli með ísaumuðum flotholtum fyrir miðju en samt með armkúta til öryggis. Þau eru í þartilgerðum sundskóm líka, og undantekningalaust með sólhatt, svo rétt grillir í snjóhvítt andlitið sem er hvítara en gengur og gerist út af sun-blockinu. Þau leika sér stirðlega í þessum klæðnaði með vindsængur sem mamman kom með að heiman og hefur sennilega fengið sem barn sjálf á IBIZA, (merkilegt hvað þeir gerðu góðar vindsængur í denn, svipað og með jólaseríurnar).
Mamman á alltaf eins sumarkjól og dóttirin og pabbinn og sonurinn eiga eins poloboli. Ég reyndi að ná mynd af einni svona fjölskyldu á röltinu máli mínu til stuðnings (mamman og 2ja ára dóttirin í eins rósóttum sumarkjólum og 4ra ára sonurinn og pabbinn í eins röndóttum pólóbolum), en þau voru svo langt í burtu að súmmið náði þessu ekki almennilega.
Svo eru það Íslendingar. Þar eru 2 týpur, þessi sem að klárar 3 brúsa af sólarvörn fyrstu 3 daganna og svo þessi sem klárar 3 brúsa af sólarolíu fyrstu 3 daganna. Ég segi frá þeim síðar.
Gott að vera komin heim.
Athugasemdir
Ó Mæ God! Þetta er frábært, því þetta er NÁKVÆMLEGA eins og ég myndi lýsa Bretunum! Þegar ég var að lesa lýsingarnar á karlmönnunum hugsaði ég meira að segja "ætlar hún að gleyma eyrnalokknum í öðru eyranu"! En þú klikkaðir að sjálfsögðu ekki á því
Og þetta varðandi "darling"......lestu nýjustu færsluna á blogginu mínu!! En voru Bretarnir ekkert mikið í að öskra á börnin sín? Mér skilst að þeir þekkist gjarnan á sólasrströndum fyrir það hvernig talað er til barnanna, og aldeilis kemur það ekki á óvart
Hafdís (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 01:13
Og já, velkomin heim :)
Hafdís (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 08:24
Takk "darling" hahahahaha
Heyrðu jú það er efnið í færslu þetta með gargandi breta, þar koma "gordjess" bresku börnin inn í, sem ég minntist á hér að ofan ;)
Drilla, 8.9.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.