1.12.2007 | 22:27
Góð sambönd
Ég er með góð sambönd greinilega.
Sólahring eftir að ég setti inn hátíðarskvap innleggið mitt hérna þá sá sá sem öllu ræður að úrræða væri þörf og þessi kona sem væri að belgja sig út af kókostoppum og nóa konfekti í nóvember veitti ekki af hreyfingu ef ekki ætti þetta allt saman að enda með ósköpum.
Sá sem um er rætt, þessi sem ræður öllu, ákvað að senda ruslakarlana heim til mín til að tæma ruslafötuna mína og nágranna minna og stuttu síðar smellti hann þessari líka fínu vetrarlægð á suðvesturhornið. Dagurinn einkenndist af maraþonhlaupi eftir ruslafötum hérna um hverfið.
Þetta er hin besta þolfimi því það er ótrúlegt hvað þessar tunnur ná mikilli ferð tómar og það er á við besta fittness tíma að hemja tómar ruslatunnur í austan 25 metrum á sekúntu. Reyndar kemst maður ekki nema 1 meter á 360 sekúntum með tóma ruslatunnu í brjáluðum veðurham!
Þá er bara að éta meira af kókostoppum og konfekti og þyngja tunnuna með umbúðunum!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.