Sýklahernaður?

Ætli það geti haft varanlega alvarlegar afleiðingar fyrir 10 ára gutta að komast að sannleikanum um jólasveininn og sannleikanum um býflugurnar og blómin í sama mánuðinum?

Yngra afsprengið mitt komst að sannleikanum um sveinka fyrir jól og var pínu sorgmæddur yfir þessu eins og gefur að skilja, ég set þetta sjálf ennþá með í topp5 mestu vonbrigði lífs míns svo ég skil hann vel. Hann tók þessu þó stórmannlega og þáði nú alveg gjafir í skóinn þrátt fyrir allt en eitthvað var hann beggja blands því að hann kom alltaf sérstaklega á morgnanna upp í rúm til okkar til að sýna okkur hvað hefði nú leynst í skónum.

Í síðustu viku kom hann svo þögull heim úr skólanum. Sagði að þeim hafi verið sýnd dvd mynd í líffræði um hvernig börnin verða til (ég ætla rétt að vona að hún hafi ekki verið mjög dökkblá), og hann starði á okkur alvarlegur og sagði "vitið þið að það koma fullt fullt af sýklum úr tippinu sem fara í kapphlaup inn í konuna?"

Mér finnst verið að svipta barninu mínu sakleysi sínu á einu bretti, enginn jólasveinn og börnin verða til úr sýklum!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband