Fjúkandi ill

Já nú er verulega fokið í mig. Þetta veður er gersamlega að æra óstöðuga og ég er komin með nóg af þessu. Einhvernveginn kemst maður ekki í jólaskap þegar jólaserían lemst utan í húsið og þú sérð grenilengjuna, sem tók þig 4 tíma í brunagaddi að koma haganlega fyrir utan á húsinu, fjúka framhjá glugganum. Maður heyrir ekki í jólalögunum fyrir vindinum sem lemur og allt og ber og hamast á bréfalúgunni þannig að mætti halda að hún væri með munnræpu.

Jólaskapið er fokið og einhvernvegin hef ég mig ekki í að jólastússast, það má segja að allur vindur sé úr manni.

Já það er sko fokið í flest skjól ef ég nenni ekki að jólastússast!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

........og nætursvefninn fer fyrir lítið í þessu brjálaða ofsaveðri sem dynur á svefnherbergisglugganum ...og maður þarf að leggja sig þegar heim úr vinnu er komið til að meika það sem eftir er af deginum ... ! Ekki er tilhugsunin góð, jól án skreytinga og pakka og ég verð sofnuð ofaní dessertskálina á aðfangadag  ef fram fer sem  horfir........

Ester Júlía, 13.12.2007 kl. 10:51

2 identicon

Já þetta rok hér er hreint óþolandi  Allt jólaskap fauk út í buskann hjá mér í nótt.

Það var þvílíkt rok hjá okkur í nótt að þak á hlöðu hjá okkur fauk út í veður og vind. Svo til að kóróna allt þá fauk loftnetið af húsinu og beint á bílinn okkar þannig að hann er mikið skemmdur, jafnvel ónýtur.

Maður er farin að kvíða næstu nótt sem á víst ekkert að vera neitt skárri - jafnvel enn verri.

Las í landsbyggðablaðinu okkar í dag svolítið athyglisverða grein og ég held ég sé farin að trúa þessu....en hér er hún  http://www.skessuhorn.is/Default.asp?sid_id=24845&tId=99&Tre_Rod=001|002|&fre_id=65501&meira=1

Sigga (Skeifa)klp. (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Ester Júlía

Jólakærleiksknús...elsku Drilla mín :))))) og gleðileg jól!

Ester Júlía, 24.12.2007 kl. 11:08

4 identicon

Gleðileg jól til þín og þinna, krúttið mitt

Sæunn (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband