Færsluflokkur: Bloggar
21.1.2008 | 12:04
Sýklahernaður?
Ætli það geti haft varanlega alvarlegar afleiðingar fyrir 10 ára gutta að komast að sannleikanum um jólasveininn og sannleikanum um býflugurnar og blómin í sama mánuðinum?
Yngra afsprengið mitt komst að sannleikanum um sveinka fyrir jól og var pínu sorgmæddur yfir þessu eins og gefur að skilja, ég set þetta sjálf ennþá með í topp5 mestu vonbrigði lífs míns svo ég skil hann vel. Hann tók þessu þó stórmannlega og þáði nú alveg gjafir í skóinn þrátt fyrir allt en eitthvað var hann beggja blands því að hann kom alltaf sérstaklega á morgnanna upp í rúm til okkar til að sýna okkur hvað hefði nú leynst í skónum.
Í síðustu viku kom hann svo þögull heim úr skólanum. Sagði að þeim hafi verið sýnd dvd mynd í líffræði um hvernig börnin verða til (ég ætla rétt að vona að hún hafi ekki verið mjög dökkblá), og hann starði á okkur alvarlegur og sagði "vitið þið að það koma fullt fullt af sýklum úr tippinu sem fara í kapphlaup inn í konuna?"
Mér finnst verið að svipta barninu mínu sakleysi sínu á einu bretti, enginn jólasveinn og börnin verða til úr sýklum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 10:16
Fjúkandi ill
Já nú er verulega fokið í mig. Þetta veður er gersamlega að æra óstöðuga og ég er komin með nóg af þessu. Einhvernveginn kemst maður ekki í jólaskap þegar jólaserían lemst utan í húsið og þú sérð grenilengjuna, sem tók þig 4 tíma í brunagaddi að koma haganlega fyrir utan á húsinu, fjúka framhjá glugganum. Maður heyrir ekki í jólalögunum fyrir vindinum sem lemur og allt og ber og hamast á bréfalúgunni þannig að mætti halda að hún væri með munnræpu.
Jólaskapið er fokið og einhvernvegin hef ég mig ekki í að jólastússast, það má segja að allur vindur sé úr manni.
Já það er sko fokið í flest skjól ef ég nenni ekki að jólastússast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.12.2007 | 22:27
Góð sambönd
Ég er með góð sambönd greinilega.
Sólahring eftir að ég setti inn hátíðarskvap innleggið mitt hérna þá sá sá sem öllu ræður að úrræða væri þörf og þessi kona sem væri að belgja sig út af kókostoppum og nóa konfekti í nóvember veitti ekki af hreyfingu ef ekki ætti þetta allt saman að enda með ósköpum.
Sá sem um er rætt, þessi sem ræður öllu, ákvað að senda ruslakarlana heim til mín til að tæma ruslafötuna mína og nágranna minna og stuttu síðar smellti hann þessari líka fínu vetrarlægð á suðvesturhornið. Dagurinn einkenndist af maraþonhlaupi eftir ruslafötum hérna um hverfið.
Þetta er hin besta þolfimi því það er ótrúlegt hvað þessar tunnur ná mikilli ferð tómar og það er á við besta fittness tíma að hemja tómar ruslatunnur í austan 25 metrum á sekúntu. Reyndar kemst maður ekki nema 1 meter á 360 sekúntum með tóma ruslatunnu í brjáluðum veðurham!
Þá er bara að éta meira af kókostoppum og konfekti og þyngja tunnuna með umbúðunum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2007 | 13:10
Ég kemst í hátíðarskvap
Það er búið að lengja jólin alveg ferlega, sérstaklega þó í annan endann!
Í október er fólk farið að huga að jólaskreytingum og finnst sumum það fullsnemmt, jólalög eru farin að heyrast á stangli í lok október og fólk er mis hrifið af því.
Ég skal glöð skreyta húsið með grænum baunum í september og spila ekkert annað en jólalög í 3 mánuði frekar en að byrja á átinu svona snemma. Það nefnilega fylgir jólunum nokkurskonar leyfi til að éta allt sem manni langar í þegar manni langar í það samviskulaust. Malt og appelsín og nóa konfekt er bara fyllilega góður morgunmatur svona í aðventunni og algerlega í löglegur á þessum árstíma, ég meina jólin eru bara einu sinni á ári! En með svona snemmbúnum jólaklikkhausum þá eru jólin ennþá bara einu sinni á ári, en þau eru í 3 mánuði! Til dæmis byrjaði Myllan að selja uppáhalds jólatertuna mína fyrir mánuði síðan, brún randalína sem ég bara get ekki fengið leið á. Það er náttúrulega móðgun við jólin að skola henni niður með öðru en maltblandi. Kókostoppar og pipakökur eru líka fáanleg núna og hafa algerlega tekið við af múslíinu og ab mjólkinni sem kjarngóður morgunverður.
Það er ekki seinna vænna en að tékka á því hvort að jólamakkintosið sé í lagi og fórna sér í að bragða á einum og einum mola til að kanna gæðin. Svona nammi geymist náttúrulega ekki endalaust!
Mér hefur tekist að bíða með að baka smákökurnar en sé fram á að það fari að bresta á, og hvar haldið þið að þær endi? Í minns eigin maga sennilega og þaðan beinustu hraðleið á mjaðmirnar! Svo fær maður ný teygjanleg náttföt í jólagjöf sem maður býr í fram á þrettándann!
Ég finn hátíðarskvapið laumast aftan að mér.
Það vill til að eftir þessa átveislu þá byrjar landinn að éta úldinn mat, súran og ógeðslegan og ég tek ekki þátt í þeirri vitleysu, svo ég á mér von. Verð vonandi búin að ná hátíðarspikinu af mér fyrir páskaátið, hef svo 2 mánuði eftir það að komast í bikinífært ástand áður en grillvertíðin byrjar í sumar!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.11.2007 | 18:59
Hver verður mest hissa í maí?
Við eða þau?
.
Dómsdagssöfnuður bíður eftir heimsendi ofan í helli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 18:28
Þögn
Er hægt að segja um bloggsíðu að þar ríki þögn?
Alla vega hérna hefur verið lítið um stafi. Þetta fer allt saman að lagast þar sem myrkrið skellur á og með skammdeginu verð ég skáldlegri. Hvort það er endilega gott má svo deila um.
Eimen.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.10.2007 | 09:40
Barnaland bilað!
Ég er viss um að ofbeldisverkum í landinu fjölgaði í nótt og í morgun og mun bara fara stigversnandi nema að þeir hjá Barnalandi takist að laga bilunina hjá sér.
Landið er fullt af kolklikkuðum barnalandskonum í fráhvarfi!
Stunginn í bakið með skærum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2007 | 15:01
Áhyggjur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2007 | 23:26
Gróðurhúsaáhrifin
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2007 | 11:53
Mánudagur
Mánudagur og rok, baneitruð blanda.
Það er tagldagur í dag.
Hugleiðing: "Ég get þetta ekki" eru sorgarorð á hvaða tungumáli sem er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)