Færsluflokkur: Bloggar
20.9.2007 | 14:11
Verk og vindeyðandi
Ég skrifa þessa færslu mjöööög varlega, enda hætti ég ekki á áreynslu af neinu tagi!
Ég er mikil grænmetisæta þótt ég borði það ekki eingöngu og fái mér blóðugar steikur inn á milli, en oftar en ekki panta ég mér grænmetisrétt þegar ég fer út að borða og eins elda ég mikið grænmeti heima. Eitt er þó í sérstöku uppáhaldi hjá mér og það er glænýtt, íslenskt grænmeti, hrátt og helst með moldinni á ennþá!
Haustin eru því góssentíð fyrir mig.
Núna er haust.
Ég féll um daginn fyrir yndislega fallegum gulrótum út í búð. Þær voru alveg einstaklega girnilegar, litlar, stórar, og jafnvel símastvíburagulrætur inn á milli. Ég er ekki vaxin upp úr því að finnast gaman að fá óeðlilega vaxið grænmeti og fyllti pokann af gulrótum. Blómkálið var líka lokkandi, og fékk það að fljóta með. Broccoli er líka allra meina bót og það skartaði sínu fegursta þarna í grænmetisborðinu svo ég gat ekki látið það eiga sig. Svona gekk þetta þar til kerran var orðin stútfull af káli og skildum afurðum.
Alla þessa viku er ég svo búin að naga hrátt, gott grænmeti og haft með mér í poka hvert sem er. Á rauðu ljósi er gott að næla sér í gulrót að naga og í vinnunni er ég búin að vera eins og kanína...... allt svo fæðulega séð.
En alltaf kemur þetta í bakið á mér!
Ég byrjaði að finna fyrir óþægindum í gærkvöldi. Maginn var greinilega að reyna að átta sig á öllum þessum trefjum og greinilega vissi ekki almennilega hvar hann ætti að byrja. En þetta er svipað og með þyngdarlögmálið "það sem fer upp.... kemur niður", því það sem fer inn..... kemur út! Og í nótt byrjaði þetta að heimta að komast út í loftformi. Ég vaknaði nokkrum sinnum með þvílíka hríðarverki að ég hélt ég væri að því komin að fæða þegar ég áttaði mig á því að ég væri alls ekki með barni! Ég strauk af mér svitann og gerði nokkrar lamas öndunaræfingar..... hí hí húúúú hí hí húúúúú o.sv.fr.
Ég vaknaði þó furðu hress í morgun miðað við að hafa nánast fætt 15 börn á 5 tímum, sturtaði mig og var mætt galvösk á fund snemma. En það er ekki gott að vera á fundi og þurfa að tala þegar manni líður eins og hlaðin afskorin haglabyssa. Ég komst í gegnum fyrirlesturinn en talaði mjööög lágt því ég þorði ekki að reyna á mig. Ég var nefnilega einhvernvegin viss um að þarmarnir hefði viljað leggja "orð" í belg ef ég hefði talað hærra. Ég lifði af þennan fund og þegar ég var komin niður á skrifstofu þá leið mér ögn betur.
En það er náttúrulega lögmál að þegar eitthvað svona plagar mann þá er aldrei jafn mikið um fundi. Rétt fyrir hádegi byrjaði ég að finna fyrir "fyrirvaraverkjum" og vissi hvað var í uppsiglingu. Svo sem auðvitað því ég átti að mæta á fund í hádeginu á veitingahúsi í borginni. Á þeim fundi sagði ég sem minnst, kinkaði annað slagið kolli og sagði "já" og "nei" þegar ég neyddist til þess en þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja neitt sem byrjaði á Þ, því ég er viss um að bara það hefði triggerað þokkalegan aftansöng. Fundurinn gekk stórslysalaust fyrir sig og ekkert stórtjón hlaust af, en ég gekk út af veitingastaðnum eins og gamalmenni með slæma beinþynningu, ég var í keng.
Ég er enn í keng.
Hrátt grænmeti í miklu mæli er sennilega ekki gott fyrir mig
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 16:43
The pinacolada song....
Skil ekki í þeim að sjá ekki húmorinn við þetta??
I was tired of my lady, we'd been together too long.
Like a worn-out recording, of a favorite song.
So while she lay there sleeping, I read the paper in bed.
And in the personals column, there was this letter I read:
"If you like Pina Coladas, and getting caught in the rain.
If you're not into yoga, if you have half-a-brain.
If you like making love at midnight, in the dunes of the cape.
I'm the lady you've looked for, write to me, and escape."
I didn't think about my lady, I know that sounds kind of mean.
But me and my old lady, had fallen into the same old dull routine.
So I wrote to the paper, took out a personal ad.
And though I'm nobody's poet, I thought it wasn't half-bad.
"Yes, I like Pina Coladas, and getting caught in the rain.
I'm not much into health food, I am into champagne.
I've got to meet you by tomorrow noon, and cut through all this red tape.
At a bar called O'Malley's, where we'll plan our escape."
So I waited with high hopes, then she walked in the place.
I knew her smile in an instant, I knew the curve of her face.
It was my own lovely lady, and she said, "Oh, it's you."
And we laughed for a moment, and I said, "I never knew"..
"That you liked Pina Coladas, and getting caught in the rain.
And the feel of the ocean, and the taste of champagne.
If you like making love at midnight, in the dunes of the cape.
You're the love that I've looked for, come with me, and escape."
"If you like Pina Coladas, and getting caught in the rain.
And the feel of the ocean, and the taste of champagne.
If you like making love at midnight, in the dunes of the cape.
You're the love that I've looked for, come with me, and escape."
Daður á netinu endar með skilnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2007 | 10:34
Fyrirlestur
Nei nei ég ætla ekki að halda einhvern fyrirlestur hérna. Ég er hinsvegar að undirbúa 20 mínútna fyrirlestur sem ég þarf að halda í vikunni.
Vanalega finnst mér 20 mínútur enginn tími. Ég meina það tekur meira en 20 mínútur að þurrka á mér hárið. Það tekur meira en 20 mínútur að kaupa í matinn. Ætli ég sé ekki hátt í 20 mínútur á leiðinni í vinnuna. En þegar kemur að 20 mínútna fyrirlestri þá finnst mér það heil eilífð!
Versta að ég er með fullkomnunaráráttu og þyrfti helst 2 daga í studio til að taka upp kveðjuna á talhólfinu mínu!
I´m still hot, it just comes in flashes....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 11:05
brrrrrrr
Gallinn við að fara á suðrænar slóðir svona í lok sumars er að manni finnst ansi kalt þegar maður lendir aftur á Íslandi, mitt í fyrstu haustlægðunum.
Mér fannst samt fullkalt í Kópavogi í gær.
Mælirinn við Kópavogslæk sýndi -38 gráður!
Ég hækkaði bara í miðstöðinni og í útvarpinu og dillaði bossanum í takt við lögin á meðan ég keyrði þarna í gegn. Fékk ekki einn einasta kalblett.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.9.2007 | 10:57
Slökkviliðskonur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins vantar starfsfólk og hvetur konur til að sækja um.........
Ég sat í makindum mínum á svölunum á hotelinu á Spáni. Strákarnir allir voru að spila tennis og ég átti þarna með sjálfri mér "alein kósí stund". Ég lét sólina baka mig og hlustaði á mp3 spilarann minn. Ég er búin að vera óvenju rokkuð undanfarið og hafði ég safnað uppáhalds rokkinu mínu í grúppu í spilarann og gleymdi mér þarna algerlega.
Allt í einu fer ég að finna brunalykt. Ég með mína reykfóbíu rétti úr mér í stólnum, glenni upp augun og nasavængina og slekk á spilaranum. Ég horfi yfir sundlaugagarðinn og fólk lá þarna eins og klessur út um allt og þessi brunalykt virtist ekki vera að angra neinn. Ég fór inn og fullvissaði mig um að hótelherbergið okkar stæði ekki í björtu báli og dró svo djúpt andann og settist aftur út á svalir.
Ég hafði ekki setið lengi þegar brunalyktin ágerðist og enn virtist fólkinu sem lá við sundlaugarnar vera slétt sama. Mér fannst þetta fólk hálf kærulaust og hugsaði með mér að sennilega væri að kvikna í hótelinu og enginn kippti sér upp við neitt. Það snögg fauk í mig yfir þessu afskiptaleysi fólks og ég stóð upp og fór fram á gang.
Fram á gangi var reykur!!!!
Ég byrja yfirleitt á því þegar ég kem á hótel að kynna mér útgönguleiðir ef það kviknaði í og kynni þær fyrir börnunum mínum, einnig var ég ómeðvitað búin að leggja á minnið staðsetningu slökkvitækisins á ganginum. Ég reyndi að ganga á lyktina og reykinn en ég gat með engu móti fundið út hvaðan hann var. Reykurinn varð meiri og lyktin sterkari og mér varð ljóst þarna að það væri á mínum herðum að hótelið brynni ekki til kaldra kola. Enginn annar virtist hafa áhyggjur af þessu!
Ég gríp slökkvitækið af veggnum og byrja að ganga á íbúðirnar. Ég hef búið í þýskalandi og bretlandi og gestir hótelsins virtust einmitt bara vera frá þessum löndum svo að það var frekar létt verk að gera mig skiljanlega. Ég banka á hvert herbergið á fætur öðru, í bikiní, vopnuð slökkvitæki! Til allrar hamingju voru ekki margir inni á herbergjunum en enginn kannaðist við að það væri eldur inni hjá þeim og ég varð eiginlega reiðari þegar fólk þakkaði fyrir og lokaði aftur hurðinni!! Ætlaði mannskapurinn bara að brenna inni eða gera ekkert til að hjálpa til svo aðrir myndu ekki brenna inni? VAR ÖLLUM SAMA??? En þó eltu nokkrir forvitnir þjóðverjar mig og gengu í humátt á eftir mér, mér var samt ljóst að það yrði lítil hjálp í þeim. Ég var farin að sjá fyrirsagnir dagblaðanna fyrir mér "íslensk kona bjargaði hóteli frá því að brenna" og var farin að gæla við þá tilhugsun að ég fengi örugglega frítt sumarfrí þarna á hverju ári ævilangt! Það væri í rauninni það minnsta sem þeir gætu gert fyrir mig fyrir að bjarga hótelinu og gestum þess!
Ég var búin að ganga á öll herbergin á þessari hæð og fullvissa mig um að eldurinn var ekki frá neinu þeirra. Svo að ég varð að athuga næstu hæð fyrir neðan. Ég var meðvituð um það að maður notar ekki lyftu í eldsvoða svo ég var í þann mund að opna fram á stigagang þegar ég heyri læti frá lyftunni, ég hinkra og loks opnast lyftuhurðin. Fyrst sá ég ekkert fyrir reyk, en þegar rofaði til sá ég 3 vinnumenn með rafsuðutæki og fleiri verkfæri að gera við lyftuna!!! Ég veit eiginlega ekki hvert okkar varð mest hissa, ég að sjá þá þarna í reykjarkófinu inn í lyftugöngunum eða þeir að sjá mig þarna á bikiní með slökkvitæki og nokkra þjóðverja í bakgrunn!
Loks stundi einn þeirra "er kviknað í?"
Ég varð hálf kindarleg og reyndi að setja slökkvitækið aftur fyrir bak og svaraði "nei nei....... "
Þjóðverjarnir voru of kurteisir að til þess að skella upp úr fyrir framan mig, en ég tók eftir viprunum í kringum munninn á þeim þegar ég bisaðist við að hengja slökkvitækið upp á sinn stað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 17:25
Taugaveiklunarjátning
Já, mér er illa við að fljúga, ég er pínu hraphrædd nefnilega, mér er illa við ókunnuga ketti og ég missi stjórn á þvagi ef ég kem nálægt hestum!
En allt þetta er hátíð miðað við hræðslu mína á eld!!!
Ég varð fyrir því fyrir nokkrum árum að ég sat hérna heima í makindum mínum en fór að finna brunalykt. Það var sunnudagseftirmiðdagur og gott sumarveður og ég gerði bara ráð fyrir að nágrannarnir væru að grilla. Eftir smá tíma þegar grilllyktin fór vaxandi þá stóð ég upp að kanna málið, enda meira en lítið skrítin grillolía sem þeir voru að nota því að þetta var langt í frá girnileg lykt. Ég opnaði hurðina á herberginu sem ég sat í og við mér blasti að húsið var fullt af reyk!
Ég byrjaði eins og fáviti að opna útidyrahurðina ef þetta væri lykt að utan (sem gat ekki verið því að húsið var fullt af reyk), og þegar ég hafði fullvissað mig um að þetta var jú innandyra þá hófst leitin að eldinum. Hlutir eins og sjónvarp, þvottavél, þurrkari og uppþvottavél komu fyrst upp í hugann og hljóp ég hérna á milli herbergja gersamlega sturluð. Loks leit ég upp á efri hæðina og sá svartan reyk koma á móti mér niður stigann. Í sömu andrá opnuðu afsprengin mín útidyrnar og annar veinaði "ÓNEI ....... LAMPINN!!!!". Hann hafði gert sér tjald úr dýnum og teppum og tók með inn í það halogen lampa. Hann vissi að það mátti ekki akkúrat út af þessari ástæðu.... það gæti kviknað í.... nema að hann fór út að leika sér og gleymdi þessu, teppið og dýnurnar duttu ofan á lampann og úr varð þessi fíni varðeldur.
Ég gargaði á frumburðinn að koma sér og litla bróður út og hringja í 112, á meðan fyllti ég skaftpott af vatni, skreið upp (vissi að maður átti að halda sig við gólfið), skreið inn í umrætt herbergi og þar sá ég ekki handa minna skil fyrir kolsvörtum, þykkum reyk. Ég fann innstunguna og náði að kippa lampanum úr sambandi áður en ég skvetti í átt að eldnum úr skaftpottinum, rauk svo niður að sækja meira vatn en skipaði börnunum að halda sig úti. Frumburðurinn var með 112 í símanum sem skipaði mér að koma mér út líka, en ég gat það ekki því ég varð að bjarga húsinu...... með skaftpottinum!!!
Það er skemst frá því að segja að slökkviliðið kom hérna og snarlega slökkti í herberginu, reykræsti og við máttum ekki sofa hérna í nokkrar nætur. Ég fékk snert af reykeitrun og það sprakk rúða í umræddu herbergi. Það tók rúmlega hálft ár að koma efri hæðinni í samt lag aftur (og er ekki einu sinni fullklárað vegna frestunaráráttu helmingsins, en það er önnur saga)!
Taugaveiklun mín er kannski ekki beint hræðsla við eldinn sjálfann. Mér finnst meira að segja eldur pínu spennandi og ég ber virðingu fyrir honum, hinsvegar endurupplifi ég oft ef ég finn bruna eða hitalykt stundina þegar ég var að leita að eldinum. Þetta er líka sívinsæl martröð hjá mér, það "að hlaupa í slow motion undan morðingja - martröðin" vék algerlega fyrir þessari, "að finna ekki eld í reykjarkófi - martröð".
Ég er búin að þróa með mér sérstaka hæfileika að finna hita/brunalykt úr mikillri fjarlægð. Ef það springur pera hjá nágrannanum þá finn ég lyktina af því liggur við. Og með þanda nasavængi hleyp ég um eins og höfuðlaust hænsn að leita að eld!!!
Þessi játning var óhjákomuleg svo þið getið skilið næstu bloggfærslu mína.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 17:26
Drilla is back !
Svona ef þessi eini sem óskaði mér góðrar ferðar er farinn að sakna mín ;)
Komin heim, endurnærð eftir dásamlega ferð, afslappelsi og uppákomur. er einfaldlega of þreytt fyrir alla ferðasöguna en hún á eftir að koma hérna í bútum næstu daga, er á mörgu að taka þar, svo sem skrautlega flugferð, hetjuleg barátta mín við eldsvoða sem var ekki eldsvoði, breskar konur og hennar "GORDJESS" börn, og alls ekki..... ég endurtek ALLS EKKI spreyja vellyktandi inn í ferðatöskuna þína ef þetta vellyktandi efni er unnið úr hamp!
En ég má til með að segja ykkur frá uppgötvun minni í ferðalaginu. Ég get í dag þekkt í sundur þjóðverja og breta á sólarströnd úr mílu fjarlægð!
BRETAR:
Karlmaðurinn af þessari tegund er með vömb, enda greinilegt að honum finnst lélegt að vera með six pack ef hann getur drösslast með heila tunnu framan á sér. Hann er að öllum líkindum í fótboltabullu-stuttermabol, og mjööög burstaklipptur eða með smá "hanakamb" (fer eftir hártískusveiflum Beckhams). Hann er undantekningalaust með tattoo, yfirleitt mjög illa gerð svo þau líta frekar út sem risastór svört klessa á kroppnum sem ég myndi láta lækni líta á tafarlaust ef ekki væri það húðflúr. Sum eru jafnvel ókláruð.
Hann er mjög stoltur af þjóðerni sínu og mjög sennilegt að handklæðið hans, sundskýla, og vindsæng sé skreytt breska fánanum. Allt of oft eru þessir menn með eyrnalokk, og þá hring í eyranu og langoftast halda þeir á bjór í annarri hendinni og sígarettu í hinni.
Þeir eru dökkbleikir örðu megin (homeblest) vegna sólbruna en hafa ekki haft rænu á að snúa sér þegar þeir sitja límdir við sjónvarpsskjáinn á sundlaugapöbbnum að horfa á fótbolta.
Konan af sama þjóðerni er yfirleitt svona í meðalholdum. Hún er oftast í efnislitlum sundfatnaði, og ber hann keim af afrískum dýrategundum svo sem tígrisdýrum. Hún er líka með afskræmt tatto á sér og yfirleitt fleiri en eitt. Hún bætir um betur og gatar á sér naflann og ef hún er ofursvöl þá er nefið líka skreytt með hring. Hún er með tvílitt hár, efri parturinn er aflitaður og neðri parturinn er svartur, greinilega "inn" í UK. Ef hún klæðir sig þá er fatnaðurinn efnislítill í takt við bikiníið og minnir á klæðnað kryddpíanna þegar þær voru að byrja sinn stutta en um leið allt of langa feril. Pínupils er greinilega möst að eiga í UK, og ekki verra ef það stendur á rassinum eitthvað í líkingu við "sexy babe" eða í þeim dúr og toppurinn ef það er skrifað með glimmeri. Bolurinn nær aldrei niður fyrir nafla og skiptir þá engu hvernig vaxtarlagið er.
Þær reykja óhóflega mikið og skórnir sem þær klæðast myndu sennilega hæfa hörðustu portkonu vel. Þær kalla alla "darling".
Börnin eru bleik, eins og pabbarnir og með freknur, eru alltaf að fá pening til að kaupa ís eða franskar eða eitthvað gúmmilaði á sundlaugabarnum. Þau eiga fleiri en eina vindsæng hvert!
ÞJÓÐVERJAR:
Byrjum á karlmanninum. Hann er frekar litlaus greyið, oftast grannur, les dagblöð og með skegg. Hann er hvítur og liggur oftast undir sólhlífinni því að frúin segir það. Hann skiptist á við konuna að leika við börnin út í sundlaug.
Konan........ úfffff ég veit ekki hvort er verra, spice girls átfitt eða kona í sundbol, gersamlega órökuð/vöxuð !!! Sem er mér eiginlega óskiljanlegt því að mér finnst eins og þýskar konur séu loðnari að eðlisfari en gengur og gerist og ættu því að passa betur upp á þetta. Þær eru með brúsk undir höndunum, kafloðna fótleggi, brúskurinn gjægist undan sundbolnum fyrir miðju og þónokkrar eru jafnvel með skegg! Það mætti einhver fara og segja þeim líka að sundbolur er skelfilegt átfitt og gerir nákvæmlega ekkert fyrir þær. Þær eru líka hvítar og liggja með mönnunum undir sólhlífinni, kalla reglulega á börnin og bera á þau sun block og bera svo á kallinn líka. Þær eru með tösku með boxi í ef börnin eru svöng fá þau heimasmurað samloku og niðurskorna ávexti. Þær fylgjast með börnunum hvert skref.
Þær eru alls ekki með tatto og enn síður að þær séu gataðar á öðrum stöðum en mesta lagi eyrunum.
Börnin eru ekki í sundskýlu eða sundbol eins og mamman. Nei þau eru í þartilgerðum sundfötum. Þetta er galli með ísaumuðum flotholtum fyrir miðju en samt með armkúta til öryggis. Þau eru í þartilgerðum sundskóm líka, og undantekningalaust með sólhatt, svo rétt grillir í snjóhvítt andlitið sem er hvítara en gengur og gerist út af sun-blockinu. Þau leika sér stirðlega í þessum klæðnaði með vindsængur sem mamman kom með að heiman og hefur sennilega fengið sem barn sjálf á IBIZA, (merkilegt hvað þeir gerðu góðar vindsængur í denn, svipað og með jólaseríurnar).
Mamman á alltaf eins sumarkjól og dóttirin og pabbinn og sonurinn eiga eins poloboli. Ég reyndi að ná mynd af einni svona fjölskyldu á röltinu máli mínu til stuðnings (mamman og 2ja ára dóttirin í eins rósóttum sumarkjólum og 4ra ára sonurinn og pabbinn í eins röndóttum pólóbolum), en þau voru svo langt í burtu að súmmið náði þessu ekki almennilega.
Svo eru það Íslendingar. Þar eru 2 týpur, þessi sem að klárar 3 brúsa af sólarvörn fyrstu 3 daganna og svo þessi sem klárar 3 brúsa af sólarolíu fyrstu 3 daganna. Ég segi frá þeim síðar.
Gott að vera komin heim.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.8.2007 | 08:24
Adios Amigos
Sjáumst kát og hress......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2007 | 15:46
Ber
Jæja þá er helmingurinn búinn að skila sér heim.
Hann kom nú ekki með neitt sérstaklega mikin afla, en hann tók sér veiðipásu þessi elska og ákvað að tína aðalbláber handa sinni spúsu því að hann veit hvað henni finnst þau góð. Svo ég fékk 2 lítra af aðalbláberjum og tvær harðmæltar norðlenskar kóngulær eftir þennan veiðitúr hans :)
Ég reyndar fór að reikna út hvað veiðiferðin kostaði og fann þannig út verðmæti berjanna og það er varla að ég tími að borða þau!!! Ég held að hvert einasta ber sé á alla vega 2000 kall!
Þannig að mér finnst við hæfi að borða þessi ber úr gullskál......
Og hella út á þau rjóma úr heilagri kú......
Verst að ég næ sennilega ekki að klára þau fyrir Spánarferðina :S
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2007 | 01:20
Veruleikasjokk!
Ohhhh ég er svo gersamlega stuðuð að ég veit ekki hvort að það kemur orð af viti frá mér núna (frekar en endranær)!!!
Ég ákvað fyrir lifandis löngu að vera hipp og kúl unglingamamma. Og þar sem frumburðurinn er að prufukeyra unglinginn í sér og farinn að safna fyrirfermingugeðvonsku þá ákvað ég að prufukeyra unglingamömmuna. Ég vakti guttann rétt fyrir hádegi með því að syngja fyrir hann angurvært "er ekki tími tilkominn að tengja....... er ekki tími tilkominn að tengja.... tenga-tengja-tengjaaaa aaaa".
Hann vaknaði jú á endanum, en ég get ekki sagt að þetta hafi verið smart múv hjá mér.
Hann sat eitthvað svo stúrinn yfir morgunmatnum svo ég ákvað að kitla hann örlítið, en fékk þá svip og hann hvæsti á mig "mamma ég er að borða!!!"
Þarna fannst mér upplagt að bresta í söng aftur og söng svo undirtók í húsinu "borðið þér orma frú Norma?".
Tilvonandi unglingurinn starði á mig forundra, sagði svo yfirvegað "mamma..... ef þú hættir ekki þá færðu mjólkurfernuna yfir þig"!!!!
Þar sem hann er orðinn 2cm stærri en ég þá snarhætti ég, en flissaði eins og skólastelpa.
Veruleikasjokkið kom hinsvegar seinna í dag. Frétti að gömul vinkona, og bekkjasystir er að verða amma allra næstu daga!!!! Ég er búin að sitja heima og rugga mér og anda í bréfpoka og sama hvað ég reikna, þá getur þetta ekki staðist! Það gefur auga leið að bekkjarsystir mín hlýtur að vera jafngömul mér og ég er svo sannarlega ekki komin á ömmualdurinn!
Sjensinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)