Færsluflokkur: Bloggar

Atkvæðið mitt

Ég var ein af þessum óákveðnu kjósendum sem stjórnmálaflokkar slógust um að reyna að krækja í og er búin að skoppa á milli í ákvörðun minni eins og bífluga á milli blóma en oftast hangið pínu svona vinstra megin.

Í morgun tók ég ákvörðun, og það var í rauninni létt verk eftir síðasta útspil Samfylkingarinnar. Ég var svo til ný búin að nudda augun í morgun þegar það var bankað og hélt ég að nú væri hersingin mætt að spyrja eftir afsprengjunum mínum, og blótaði foreldrum þessara hersingar fyrir að leyfa fólki ekki að sofa út á sunnudögum.  En fyrir utan stóð par, Katrín Júlíusdóttir með skósvein með sér sem var með fullt fang af rósum. Hún heilsaði mér með handabandi og sýndi það að hún gæti sko alveg blandað geði við almúgann og rétti mér bæklina er varðar þá yngstu og elstu í þjóðfélaginu og hvað þau vilja ólm gera fyrir þau. Skósveinninn rétti mér svo rauða rós og af því búnu kvöddu þau. Ég er ekki frá því að skósveinninn hafi hneigt þegar hann bakkaði frá húsinu.

Ef þið haldið að þarna hafi þau unnið mitt atkvæði þá gerðist það ekki þarna.

Ég kastaði bæklingunum á borðið og spáði ekki meira í þá, þar til núna áðan að ég settist niður og tók upp bæklinginn annarshugar. Strax veitti ég athygli einu mjög merkilegu í bæklingnum sem gerði útslagið um að ég kem til með að gefa Samfylkingunni atkvæði mitt hérna í Suðvesturkjördæmi. Eftir að ég sá þetta var ekki vafi að mitt hjarta slægi í takt við Samfylkinguna.

4. maður á lista Suðvesturkjördæmis er frigging GORDJESS!!! Árni Páll Árnason! 5. maður er óttalega krúttilegur líka (Guðmundur Steingrímsson) og bara af því að vinkona mín er leyniskotin í honum og hann er Garðbæingur og Árni Páll er gordjess þá er pottþétt að Samfylking græddi atkvæði  með þessari morgunheimsókn til mín í morgun.

Kjósum fallega menn á þing! Þá getur Alþingissjónvarpið farið að selja auglýsingartíma ;)


Þar skall hurð nærri hársbreidd!

Ég var að koma frá Tallinn fyrir 3 dögum síðan og eina sem ég keypti var einhver stytta af einhverjum kalli sem var á stalli í miðborginni en átti að henda, fékk hana á spott prís. Ef ég hefði vitað að þetta væri svona viðkvæmt þá hefði ég kannski látið það vera!

Daginn sem ég fór frá Tallinn varð allt vitlaust! Löggan búin að fylla allar geymslur af trylltum mannskap og núna er búið að banna áfengi í Tallinn!  Ef ég hefði komið þarna 2 dögum síðar þá hefði ég aldrei fengið að smakka hunangsbjór!!!! Spáið í hvað munaði litlu!

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1266873

 

 


Crocks

Crocks skófatnaður er eitthvað sem mér finnst afskaplega ósmekklegt og þarf að japla á jöxlunum í hvert sinn sem ég sé heilu fjölskyldurnar í þessu í Kringlunni, mamman og pabbinn og börnin, allir voðalega hamingjusamir í þessum gúmmískóm, allir þó í sitthvorum litnum.

Mikið varð ég þó glöð þegar ég las moggann (smá sárabót fyrir að minnast á Blaðið í síðustu færslu) um daginn og rakst þar á grein að þetta tískuslys skuli orsaka mikla rafmagnsuppsöfnun hjá þeim sem þrammar á þessu. Verð eiginlega að taka ofan fyrir þeim sem hannaði og framleiddi þessa skó. Ég er nefnilega farin að halda að viðkomandi hafi alls ekki gert það í þeim tilgangi að þeir væru þægilegir "heilsuskór", heldur held ég að þetta hafi verið plott gegn auðtrúa fólki sem heldur að herbalæf sé svarið við offitu og járnarmbönd geti lagað hausverk. Þetta virkar eins og nokkurskonar sjokk þerapía. Fólk lærir vonandi af þessu þegar það fær raflost í hvert sinn sem það lokar bílhurð eða kemur við hurðahúna.

Dásamlega að flestir sem velja þetta skótau er líka hrifið af flíspeysum og eins og allir vita er fátt sem er jafn rafmagnað og flíspeysa. Bara í þessum rituðu orðum er að fæðast sú snilldar hugmynd hjá mér að virkja þetta fólk og taka tappann úr kárahnjúkum!

Snilld.beach_purple_lg


Misskilningur... ætlaði sko ekki að drepa neinn.

Vona að mbl bloggsvæði kippi sér ekkert upp við það þótt ég vitni hérna í frétt á forsíðu Blaðsins í dag. Er ennþá með spurningamerki í framan síðan ég las þetta. Þekki náttúrulega ekki málsgögn en einhvernveginn finnst mér skrítið að komast að þessari niðurstöðu.

Héraðsdómur Norðurlands dæmdi í dag 46 ára karlmann í þriggja ára fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás gegn fyrrverandi unnustu.
Hann var hinsvegar sýknaður af þremur manndrápstilraunum, broti gegn líkama og lífi og broti gegn valdasjórninni.

Fyrsta árásin var á þá leið að hann hellti yfir fyrrverandi unnustuna bensíni og ætlaði að kveikja í henni, en hætti við því að hann var ekki með eldfæri á sér. Ekki þótti sannað að hann hefði skvett bensíni yfir konuna í þeim tilgangi að ráða henni bana.

Seinni árásirnar voru á þá leið að hann veittist nokkrum mánuðum síðar að fyrrverandi unnustu og stakk hana með hnífi í bakið og snéri sér svo að öðrum manni og stakk hann í síðuna. Það hafði komið upp eldur þar sem þau voru og hann henti logandi efni, púða og handklæði eða dúk að konunni þannig að hún hlaut 1-3 stigs brunasár á 5-7% yfirborði líkamans.

Hann var sýknaður af öllum manndrápstilraununum þar sem ekki tókst að sanna ásetning né að brunasár konunnar hafi getað hlotist er hún lá meðvitundarlaus (stungin í bakið jú nó) á gólfi brennandi hússins.


Sumarið komið

Þú veist að sumarið er komið þegar stelpurnar fara að sýna á sér naflann!

image0088


Drekka bjór með eistum....

honeybeerSmakkaði þann albesta bjór sem ég hef á ævinni smakkað í gær...... og aftur í dag. Smellti mér á Bjórhús sem bruggar sinn mjöð sjálfur úr eðal humlum og byggi og fer svo leynilega með þetta allt saman að stranglega er bannað að taka myndir inn á veitingastaðnum ef ske kynni að glöggur bjóráhugamáður gæti aniliserað bjórinn af mynd og komist að uppskriftinni!

Hunangsbjór er sem sagt málið. Og sem betur fer keypti ég kassa af bjór í fríhöfninni og ætla að gera tilraunir til að ná þessu sérstaka góða bragði.

Það var eins og nafnið gefur til kynna hunangsbragð af drykknum, örlítið svona malt bragð, ekki frá því að það hafi örlað á pínu kandís bragði og jafnvel melónu líka. Þannig að ef þig langar að smakka þá er ég að hugsa um að setja í blandarann (þennan sem var keyptur til að útbúa hollustu smúþís úr skyr og ávöxtum...... einu sinni) einn Heiniken, 1dl maltöl, 5 skeiðar hunang, 5 mola kandís og matskeið melónu. Bara allir velkomnir :)

Þessi sem ég prufaði í gær..... og í morgun var reyndar hollur. Stútfullur af vítamínum því að hann var beint úr "beljunni" ósíaður og gruggugur, og það á víst að vera svo hollt.

Eina svona sem ég get sett út á þennan bjór er að eftir að hafa innbyrgt smotterí af honum þá getur maður villst á gólfsíðum gluggum og hurðum...... mér finnst að svona staðir ættu að teipa stórt X á rúðurnar hjá sér svo maður meiði sig ekki þegar maður ætlar að labba út. Er samt fegin að hafa farið til Íslands í dag, ég hugsa að eistarnir séu ennþá hlæjandi af konunni sem gekk á rúðuna við hliðina á stóru TRÉ útidyrahurðinni!

Ég eyddi bróðurpart þessarar viku í Eistlandi :)


I´m on fire!

Ég er sko heit núna, 2 bloggfærslur sama daginn!!!

Reyndar er þessi fyrirsögn kannski ekki viðeigandi eftir daginn í dag. Ég sat límd við sjónvarpsskjáinn og fylgdist með þessu öllu saman. Rúv á hrós skilið fyrir að sýna frá staðnum beint. Það er bara eitthvað við skítuga slökkvimenn sem er ........ ahhhhhhh!!!

Þarna horfði ég á æskuheimili langömmu minnar fuðra upp ásamt spilavíti Jörundar Hundadagakonungs, en ég komst ekki einu sinni við. Ég sá bara fallega skítuga menn með slöngur! 

júníform.is  


Gleðilegt sumar :)

Ég er svoleiðis búin að sanna fyrir mér að maður er lásí bloggari ef maður er hamingjusamur.

Einhvernveginn er maður "dýpri" þegar maður er dapur, kannski þess vegna sem það er kallað að vera langt niðri. Ég verð allt að því heimspekileg þegar langvarandi fyrirtíðarspenna hrjáir mig. Ég blogga þá eins og ég eigi lífið að leysa og næ að koma frá mér á mjög svo skáldlegan hátt hvernig droparnir í vaskinum fram á baði sé sé eins og fallegt tónverk eftir sigurrós sem ég heyri í gegnum þykkt myrkrið.

Núna er ég bara kát og ánægð með lífið. Alveg hreint óþolandi! Ég skoppa um af kæti, það er komið vor, ég sá fullt af lóum í gær og heyrði dirrindíið í þeim, mætti margæsahóp (takið eftir, MARgæs, en ekki mörgæs) í síðustu viku og þetta ásamt því að þurfa ekki að skafa bílinn á hverjum morgni segir mér að það er að koma sumar. Sumar og ég ar læk ðiss ll. Uppáhalds uppáhalds tíminn minn. Verst að það getur reynst pínu trikkí að henda reiður á það hvenær þetta blessaða sumar er aksjúalí komið.  Dagatalið segir í dag, en termóstatið í mér er ekki alveg að gúddera það. Ég til dæmis vaknaði í fyrradag við að sólin gaf mér rembingsknús. Og ég ákvað að taka fram sumarskóna, háhælaða (nema hvað?) opnu pæju bandaskóna mína.  Ég var varla búin að kveikja á tölvunni í vinnunni þegar það byrjaði að snjóa! Ég ætla alla vega að hafa naglana undir bílnum aðeins lengur.

 


Verslunarhallir og klám!

Maður er vart búin að jafna sig eftir Smáralindsklámið sem reið yfir mann hérna fyrir fermingarnar að annað klámblað dettur inn um lúguna! Og núna er það útspil Kringlunnar!

Á forsíðu blaðsins er mynd af 5 manna fjölskyldu, mömmu-pabba og 3 börn, voðalega hamingjusöm á eldhúsgólfinu!  Það er nú svo augljóst inn á hvað blessuð börnin hafa gengið, mamman situr ennþá á gólfinu með pilsið upp um sig! Og pabbinn vandræðalegur að reyna að sinna yngsta krílinu.  Frekar pínlegt! Get eiginlega ekki sagt hvað flaug í gegnum huga mér þegar ég sá kremsprautuna sem barnið heldur á!

Ég ætla að setja miða á mína bréfalúgu, "ekkert klám takk"

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Kvöldmatur og framliðnir

Æi ég heyrði svo krúttilega sögu í gær.

2 vinkonur sem búa saman á sambýli hittu frænku mína um daginn. Önnur þeirra var greinilega mjög spennt og iðaði öll í skinninu og sagði við frænku mína "þú getur aldrei giskað hvað við fáum í kvöldmatinn" og svo brosti hún út að eyrum og bætti við leyndardómsfull "það byrjar á T " og svo ískraði í henni.

"hmmmmmm té?" svaraði frænka mína, "heyrðu ég veit, Taco?"

"Neibb" sagði vinkonan og klappaði saman lófunum og skoppaði "Tjúklingur" svaraði hún og ljómaði eins og sól í heiði.

* * *

Talandi um daginn, hversu langt aftur nær "um daginn" ? Erum við að tala um 2 vikur, 2 mánuði, 2 ár? Heyrði konu tala um að Anna Nicole hefði verið í svo flottu bikiní um daginn, ég benti henni góðfúslega að það gæti ekki staðist, umrædd Anna hefði látist fyrir löngu!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband