Drilla á ó ó í dag

Ég var búin að gleyma hvernig það er að vera með parketframleiðslu í hausnum!

Fórum á tjúttið í gær, ég og nokkrar vinkonur og ein þeirra vildi endilega byrja á players. Mér leið eins og ég hefði verið rænd, ég borgaði 1500 krónur þangað inn og hver haldið þið að hafi verið að spila? Enginn annar en Árni Johnsen sat þarna upp á sviði með kassagítar og söng um kartöflur og annað misskemmtilegt. Við vorum nú snöggar þaðan út.

Ákváðum að fara á skemmtistað í miðbænum. Þar var nokkrakílómetra löng röð en 2 af vinkonunum er flugfreyjur með sambönd svo að við sluppum sem betur fer við þessa röð. Ekki tók betra við þegar inn var komið. Þar leið manni eins og sardínu, ekki einu sinni hægt að dansa því að það hefði beinlínis verið lífshættulegt að reyna það. Maður gerði lítið annað þarna inni en að afþakka drykki og eins og ég var nú heitur stuðningsmaður þess að banna reykingar á skemmtistöðum þá verð ég að viðurkenna að það er svitalykt og jafnvel einstaka prumpufýla inn á svona stöðum!!!

Eftir að staðnum lokaði röltum við niður laugaveginn, með pissustoppi á nokkrum skemmtistöðumá leiðinni. Neðst í Bankastrætinu hitti ég fallegan ungan mann, sem æfði allar sínar pikköpp línur á mér. Ég lagði honum lífsreglurnar og sagði honum að leika við jafnaldra sína, ég væri allt of gömul. Ég er í miðju kafi að siða barnið til þegar ég heyri ískur og hann grípur utan um mig og hendir mér til hliðar. Blessað barnið bjargaði mér frá því að verða undir farartæki!!!

Eftir svona near death reynslu þá verður maður svangur. En sennilega voru allir sem voru staddir í miðbænum líka svangir svo að ég gafst upp á þeim biðröðum.

Ákvað að koma mér heim í bólið. Leigubílaröðin var svaaaakaleg og þar stóð ég í klukkutíma og 40 mínútur í killer....... æm telling jú KILLER hælum!!!

Niðurstaða:

Ég er nokkrum þúsundköllum fátækari með hausverk og fleiri fylgikvilla drykkju og svefnleysis, er með kartöflulagið á heilanum og  fötin mín anga af svita og prumpulykt, ég var næstum dáinn og ég finn ekki fyrir táberginu og tánum mínum.

Ég get ekki sagt að kvöldið hafi verið þess virði 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alltaf að segja þér þetta...þú átt að djamma með mér!  Kjánaprik

Sæunn (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Drilla

Félagsskapurinn var ekki málið, ég var í góðra vina hóp, bara troðfullir skemmtistaðir og dauðadrukkið fólk er bara einhvernveginn ekki að höfða til mín :S

Drilla, 22.7.2007 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband