Veruleikasjokk!

Ohhhh ég er svo gersamlega stuðuð að ég veit ekki hvort að það kemur orð af viti frá mér núna (frekar en endranær)!!!

Ég ákvað fyrir lifandis löngu að vera hipp og kúl unglingamamma. Og þar sem frumburðurinn er að prufukeyra unglinginn í sér og farinn að safna fyrirfermingugeðvonsku þá ákvað ég að prufukeyra unglingamömmuna. Ég vakti guttann rétt fyrir hádegi með því að syngja fyrir hann angurvært "er ekki tími tilkominn að tengja....... er ekki tími tilkominn að tengja.... tenga-tengja-tengjaaaa aaaa".

Hann vaknaði jú á endanum, en ég get ekki sagt að þetta hafi verið smart múv hjá mér.

Hann sat eitthvað svo stúrinn yfir morgunmatnum svo ég ákvað að kitla hann örlítið, en fékk þá svip og hann hvæsti á mig "mamma ég er að borða!!!"

Þarna fannst mér upplagt að bresta í söng aftur og söng svo undirtók í húsinu "borðið þér orma frú Norma?".

Tilvonandi unglingurinn starði á mig forundra, sagði svo yfirvegað "mamma..... ef þú hættir ekki þá færðu mjólkurfernuna yfir þig"!!!!

Þar sem hann er orðinn 2cm stærri en ég þá snarhætti ég, en flissaði eins og skólastelpa.

Veruleikasjokkið kom hinsvegar seinna í dag. Frétti að gömul vinkona, og bekkjasystir er að verða amma allra næstu daga!!!! Ég er búin að sitja heima og rugga mér og anda í bréfpoka og sama hvað ég reikna, þá getur þetta ekki staðist! Það gefur auga leið að bekkjarsystir mín hlýtur að vera jafngömul mér og ég er svo sannarlega ekki komin á ömmualdurinn!

Sjensinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morðingjaútvarpið

Hahahahahahahaha

Morðingjaútvarpið, 18.8.2007 kl. 02:45

2 Smámynd: HAKMO

haha. Nei hún er miklu eldir sko!! Ég ætla líka að vera svona kúl eins og þú . Tengja tengja tengja, er það halló að kunna það, nei getur ekki verið .

HAKMO, 18.8.2007 kl. 03:28

3 Smámynd: Drilla

Hvað hlægir þig þarna morðingjaútvarpsfíbblur ???

Nei sko að kunna að tengja er toppurinn..... á eftir því að vera í teinóttu!

Drilla, 18.8.2007 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband